Menntamál - 01.08.1965, Síða 104
214
MENNTAMÁL
5. Bréfaskólar á miðskólastigi fyrir vinnandi nemendur
og fullorðna (9.—11. bekkur).
6. Sérskólar fyrir fötluð börn eða vangefin, með sama
eða lengri námstíma en venjulegir skólar.
7. Heimavistarskólar (1.—8. bekkur, eða 5.-8. bekkur,
eða í sumum tilfellum 1,—11. bekkur).
8. Eins til þriggja ára iðnskólar.
9. Fjögurra til fimrn ára sérskólar á miðskólastigi fyrir
nemendur, sem lokið hafa átta ára skyldunámi;
tveggja ára fyrir þá, sem lokið hafa miðskólanámi.
10. Æðri skólar (fimm ára háskólar, 5—6 ára æðri mennta-
stofnanir). Miðskóla lýkur með prófi, sem gefur rétt
til inngöngu í æðri menntastofnanir, og samsvarar
það því nokkurn veginn stúdentsprófi hér á landi.
1. Forskólar.
Forskólar teljast í Sovétríkjunum til skólakerfisins. Meg-
inhluti barna, sem þá sækir, er af eldri árgöngunum, þ. e.
5—6 ára. Forskólarnir eru tengdir barnaskólttnum á þann
hátt, að þeir búa börnin undir barnaskólanám, en kenna
þó yfirleitt hvorki að lesa né skrifa. Forskólar tilheyra ekki
skyldunámsstiginu. Forskólar ertt aðallega í borgum, en
þekkjast mjög lítið í sveitum, svo að þeir ná til lítils hluta
barna (h.u.b. 20%).
Frá 1959 eru vöggustofur og forskólar tengd undir
einni stjórn, en áður tilheyrðu vöggustofur heilbrigðis-
málaráðuneytum. Vöggustolur og forskólar eru þannig oft
samtengd nú orðið í einni stofnun. Oftast nær reka verk-
smiðjur eða fyrirtæki forskólana og taka gjöld af foreldr-
um, en um starfsskrá verða þeir að hlíta fyrirmælum
kennslumálaráðuneytis hvers lýðveklis. Viðfangsefni for
skólanna ertt ekki aðeins leikir, heldur og stuttar (15—20
mín.) kennslustundir í móðurmáli, átthagafræði, leikfimi
handavinnu, söng, teikningu o. s. frv. Tilraunir hala ver-