Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 108
218
MENNTAMAL
börnum að lesa og skrifa, heldur að kynna þeim náttúru
landsins og störf lólksins í landinu, og leggja þannig grund-
völl að öllu síðara nánii (sjá töllu 2).
Höfuðnámsgreinin í skyldunámsskólanum er móður-
málið. l}ekking á því verður svo undirstaða undir kennslu
í sögu og náttúrufræði, sem hal'ið er að kenna sem sér-
stakar námsgreinar í 4. bekk, en einnig undir allri kennslu
i bókmenntum, sem hefst í 5. bekk. I fyrstu bekkjunum
má telja nokkurs konar átthagafræði upphafið að allri
kennslu í náttúruvísindum.
í þessum náttúrufræðitímum er t. d. rætt um: Hvað er
náttúra? Kort af landinu. Náttúruauðæfi. Vatn. Loft, veð-
ur. Vinna. Mannslíkaminn.
í 5.-7. bekk greinast svo þessi efni í einstakar náms-
greinar: líffræði, landafræði, eðlis- og efnafræði. Tökum
sem dæmi námseini í eðlisfræði:
í 6. bekk: Eðlisfræðileg fyrirbæri. Stærðir. Mælingar.
Eiginleikar fastra efna, fljótandi og loftkenndra. Frumatr-
iði í byggingu efnisins. Iliii. — í 7. bekk: Vélræn hreyf-
ing. Orka. IIili og vinna. Efnabreytingar. Hitaaflshreyflar.
— I 8. bekk: Hljóð. Ljós. Ralmagn. Bygging atómsins.
Gert er ráð fyrir, að námið fari fram með bóklestri,
fyrirlestrum í kennslustundum, tilraunum í sérkennslu-
stofum, auk tveggja árlegra heimsókna í verksmiðjur, þar
sem fyrirbæri þau eru hagnýtt, sem rætt er um í kennslunni.
Svipað er l'arið um kennslu í efnafræði. Lögð cr áherzla
á, að nemendum sé gert Ijóst, hvernig efnafræðileg þekk-
ing er hagnýtt í atvinnulífinu.
Vert er að minnast á t. d. námsefni í stærðfræði í 8. bekk.
I>ar er ætlazt til, að nemendur kunni á lógaritma, kvaðrat-
rætur, annarrar gráðu jölnur, linearar, kvaðrat og trigono-
metrískar fúnksjónir, marghyrninga og jafnvel frumatriði
í rúmmálsfræði.
Hvað varðar líffræði er grasafræði kennd í 5. og 6. bekk,
dýrafræði frá lokum 6. bekkjar til loka 7. bekkjar, en þa