Menntamál - 01.08.1965, Page 111
MENNTAMÁL
221
skulum við atliuga námsefni, sem fólgið er undir nafninu
„tæknigreinar, framleiðslufræðsla, vinna og verknám." Með
skólalögunum frá 1958 var áð því stefnt, að allir, sem
lykju I 1 ára skólanum, kynntust atvinnulífi landsins af
eigin raun og inntu af hendi einhverja vinnu í einhverjum
atvinnuvegi. Er þá reynt að kynna nemendum grtindvallar-
atriði í iðnframleiðslu og landbúnaði, byggingariðnaði,
flutningum og samgöngum og reynt að tengja þessa
kennslu við þekkingu, sem nemendur hafa fengið fræði-
lega. Hver skóli er þá vanalega tengdur einhverri verk-
smiðju eða framleiðslustað í nágrenninu, sem valinn er
með tilliti til þess, að hann tilheyri einhverri mikilvægri
grein atvinnuveganna og hægt sé að sýna þeim á þessurn
vinnustað, hvernig tækni er notuð við framleiðslu, hvernig
vísindaleg þekking er skilyrði l'yrir nútíma atvinnuhátt
um og hvernig hún er undirstaða undir allri þekkingu á
þjóðarhögum. Eru skólarnir þannig einkum tengdir málm-
bræðslum, námum, orkuverum, vélaverksmiðjum, efna-
verksmiðjum, samgöngufyrirtækjum, sveitabúum, sem
rækta lnisdýr eða jurtir af ýmsu tagi, o. s. frv.
Tökum eitt dænti:
Nemendur læra í eðlisfræði um ýmsar orkutegundii:
Vélræna orku, hitaorku, raforku; um breytingu einnar
orkutegundar í aðra; um notkun orkutegunda við fram-
leiðslu; um kjarnorku; um vélar til orkuframleiðslu: vatns-
og gufutúrbínur, vindmylluhreyfla, gufuvélar og sprengi
hreyfla; um rafla, ete. í efnafræði læra nemendur um elds-
neyti: fast, fljótandi og loftkennt; samsetningu jress og
eiginleika; um brennslu eldsneytis; um kolanám, olíu og
gasfrandeiðslu; um gasframleiðslu úr kolum etc.
Nemendur læra um vélar og raltækni: Byggingu hreyfla,
rafla o. s. frv.
Um efnafræðilega og eðlisfræðilega eiginleika málma;
sýnt, hvernig teikning er nátengd allri tækni.
Öll jressi jaekking er svo staðfærð og útskýrð með því að