Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 112
222
MENNTAMÁL
sýna nemendum orkuver og hin ýmsu tæki, sem notuð eru
til orkuframleiðslu í atvinnulífinu.
Á svipaðan hátt er skólaþekking í líifræði, efnafræði,
jarðfræði, jarðefnafræði og véltækni tengcl landbúnaðar-
framleiðslu, bæði fóðurframleiðslu og ræktun húsdýra og
framleiðslu afurða af þeim.
Þessi þekking kemur sér einnig vel við nám í haglanda-
fræði og sögu.
Ég læt þessi dæmi nægja til að sýna, livað meint er með
verknámi og vinnu á námsskránni fyrir miðskóla. Þetta atr-
iði námsskrárinnar gerir muninn á verknámsskólum, iðn-
skólum og hinum almennu skólum rniklu minni en hann
er í öðrum löndum Evrópu, t. d. hér á landi. Höfundar
sovézku fræðslulaganna frá 1958 höfðu það höfuðsjónar
mið í huga, að skólakerlið yrði að hafa það að höfuðmark-
miði, að mennta unga fólkið í landinu til að taka að sér
str'irf á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, og verkefni skól-
anna hlyti því að vera fyrst og fremst að veita fræðilega og
hagnýta þekkingu á þeim vísindagreinum, sem atvinnu-
lífið byggist á. Slíka þekkingu sé ekki unnt að veita, nema
hver nemandi inni af Iiendi störf á einhverjum vinnustað,
þar sem vísindin uppskera ávexti sína í framleiðslunni.
Einnig var það ein af forsendum fyrir þessari breytingu,
að koma á algeru jafnrétti borgaranna til menntunar: börn
menntamanna eða valdamanna ættu ekki að njóta neinna
forréttinda til menntunar, og allir ættu að sitja við sama
borð; börn fína fólksins skyldu vinna ekki síður en hin.
Framkvæmd jiessarar áætlunar er liins vegar ekki alls
staðar eins og löggjafinn hefur hugsað sér. Bæði er, að
skortur er á hæfum kennurum, svo og að ekki eru alls
staðar tiltækir vinnustaðir eða verksmiðjur, sem skólarnir
geti sent nemendur sína til og þar sem þeir geta fengið
útskýringar á öllum þeim fræðilegu atriðum, sem þau læra
um í skólanum. Viðeigandi skólabyggingar, skólabækur og
kennslutæki skortir og. En stefnan hefur verið mörkuð'