Menntamál - 01.08.1965, Síða 119
MENNTAMAL
229
allt upp í háskóla. Komið skyldi á almennri skólaskyldu,
allir skólar skyldu vera á vegum ríkisins (kirkjan útilokuð
frá allri barnafræðslu) og iill menntun skyldi vera ókeypis.
Á ýmsu gekk þó um lramkvæmd skólamálasteínuskrár
bolsivikka næstu árin. 1921 hafði landið staðið í styrjöld-
um í 7 ár samfleytt, og þjóðartekjur voru um 1/3 hluti af
þjóðartekjum ársins 1913. Ríkið t(')k að vísu allt skólahald
í sínar hendur, en það var ekki fyrr en árið 1930, að ríkið
hafði efni á að skipa fyrir um almenna skólaskyldu, og þá
aðeins fjögurra ára (frá 8 til 12 ára aldurs). Allir skólar
tóku gjöld. Um það leyti verður fjöldi fjögurra ára skóla
sá sami og 1914. En samt sem áður lauk aðeins 40% barna
þessum fjögurra ára skóla. 1940 er talan aftur á móti kom-
in upp í 86%.
Fleiri þröskuldar voru í veginum en fjárskortur. Kenn-
arafæð var tilfinnanleg. Uörn urðu að vinna um Ieið og
þau komust á legg. Auk þess var (einkum meðal múhameðs-
trúarmanna) andstaða gegn |)ví að senda börn í skóla og jrá
ekki sízt stúlkur. Þá var (og er enn) skortur á skólahúsnæði.
V'ið jrað bætist, að landið cr geysivíðlent (rúml. 22 millj.
km-), og aðeins um 9—10 manns á km- að meðaltali. Þrátt
fyrir það má telja, að skólaskyldan nái nú til allra. Skólar
eru opnir fyrir sérhvern án tillits til kynþáttar, jijóðernis,
trúarbragða, efnahags, uppruna og kynferðis. Framlög til
skólamála hafa anki/.t ár frá ári. Framan af árum var ráðin
bót á kennaraskorti með Jrví að skóla menn í flýti eða taka
einhverja, sem gengið höfðu á skóla til kennslustarfa. Árið
1950 hafði tæplega fimmtungur kennara æðri menntun.
Þá er Jrað eitt einkenni á skólastarfinu, að allir skólar
láta nemendum sínum sömu menntun í té. Það táknar þó
ekki, að allir skólar sama skólastigs kenni eftir sömu náms-
skrá (þær eru allmismunandi eftir lýðveldum), heldur að
sérhver sá, sem lýkur ákveðnu prófi í ríkisskóla, hefur þar
með öðlazt rétt til að halda áfram hvar sem er, námið
er staðlað, cf svo má segja. Á bak við þetta liggur svip-