Menntamál - 01.08.1965, Síða 120
230
MENNTAMAL
nð hugmynd og með landsprófinu Jijá okkur, Jiema iivað
hún er í gildi um allt skólakerfið. Próf upp úr ákveðn-
um bekk er skilríki um það, að viðkomandi hafi að baki
ákveðna menntun. Einstakir skólar eða sveitarfélög ráða
því ekki, hvað kennt er í skólunum. Kerfið er allt ein sarn-
tengd heild, bæði lóðrétt og lárétt, bæði hvað varðar hreyf-
ingu neðanfrá og upp á við og þær kröfur, sem gerðar eru
til menntunar á sérhverju stigi kerfisins. bessi hugmynd
náði þó ekki yfirhöndinni fyrr en eftir 1930 og komst eig-
inlega ekki til framkvæmda fyrr en eltir seinni heimsstyrj-
öld. Á árunum 1920—1931 gerðu sovézkir uppeldisfræð-
ingar sér mikið far um að hagnýta erlenda reynslu í skóla-
málum, einkum hugmyndir Deweys og Daltons. llekkjar-
kennslu var hætt, en frjálst nám tekið upp undir leiðsögn
kennara. Þá var einnig deilt um miðskólastigið: átti það
að veita almenna menntun eða sérmenntun? Um tíma
(1927—1931) voru miðskólar teknir undan kennslumála-
ráðuncytinu og yfirstjórn þeirra fengin efnahagsmálaráðu-
neytum (námamálaráðuneytið fékk þannig yfirráð yfir öll-
um skólum, sem menntuðu fólk fyrir námaiðnað o. s. frv.).
En skrúfað var fyrir allan slíkan leikaraskap með tilskip-
unum flokks og stjórnar 1931 og 1932. Ríkisvaldið þurfti
að fá sérfræðinga sér hliðholla sem fyrst, eftir því sem iðn-
væðing þróaðist. Tekin var upp bekkjarkennsla, sem byggð-
ist á myndugleik kennarans, agi hertur. Barnaskólar og mið-
skólar skyldu veita almenna menntun, og allt skólastarf var
svo sett undir sérstök kennslumálaráðuneyti í hverju lýð-
veldi.
Með þessu varð til upphafið að því skólakerfi og þeim
kennsluháttum, sem ríkja í Sovétríkjunum í dag. Svo
stranglega var eftir því gengið, að almennir skólar veittu
aðeins almenna undirstöðumenntun í helztu greinum vís-
inda, að handavinnukennsla var bönnuð í þeirn árið 1937.
í>ar með varð allt skólastarf mjög svipað því, sem hafði
verið á keisaratímanum.