Menntamál - 01.08.1965, Side 121
MENNTAMÁL
231
Eins og áður er að vikið var mikið um tilraunir og nýj-
ungar í sovézku skólastarfi 1920—30. Leitast var við að
skapa skóla, sem væri hvort tveggja: Tengdur þjóðlélagi og
atvinnulífi og lagaði sig að þörfum, greind og áhuga barns-
ins. Fram til 1936 störfuðu innan skólanna svonefndir
„pedologar", sem beittti lyrir sig prófum, spurningalistum
til foreldra og barna og ákváðu, hvaða börn skyldu fara
í hjálparbekki o. s. frv. En jretta samrýmdist ekki þörfinni,
sem flokkurinn taldi vera á kommúnistísku uppeldi. Með
tilskipun Irá 4. júlí 1936 var ákveðið að banna pedológum
öll störf, aliicma alla „pedologíu” og að öllum eðlilegum
börnum skyldi kennt í ahnennum skólum án sundurgrein-
ingar. Skólanámið skyldi miðast við ákveðið úrtak vísinda-
legrar þekkingar og öllum börnum gert að skyldu að skila
því. Þar með voru hinar öfgarnar lögfestar. Á síðustu árum
hafa sové/.kir uppeldislræðingar einmitt kvartað undan
því, að kennslukerfið væri ekki miðað við barnið sjálft sem
lifandi einstakling, heldur ákveðnar þekkingarkröfur, sem
öllum fjöldanum er gert að tileinka sér. Það hafa jrví komið
fram tillögur um að skipta miðskólanámi í deildir og t. d.
hefur einn skóli í Moskvu (nr. 710) fengið leyfi til að gera
tilraun með að skipta náminu í þrjár deildir: Eðlisfræði-
og tæknideild, efnafræði- og tæknideild og máladeild. En
Jressi tilraun hefur ekki hlotið útbreiðslu ennþá. 1958 var
rætt um, hvort ekki væri rétt að stofna sérbekki eða sérskóla
lyrir afburðagreind börn. Þeirri hugmynd var hafnað. Hinn
almenni skt'ili á að veita öllum jafna aðstöðu til æðra náms,
og engan sérstakan hóp skal taka út úr og létta undir með
lionum. Greind börn verða að láta sér jrað nægja að sýna
góðan árangur í hinum almenna skóla. — En ein afleiðing
jæssa kerlis er sú, að margir sitja eltir og verða að endut-
taka ár í skóla. Það getur jrví tekið sum börn mörg ár að ná
prófi upp úr einum bekk. Heimildir hef ég lyrir því, að
allt upp í 20% barna falli á vorprófi og verði að sitja eftir
vetur í viðbót til að ná Jrví. Hluti þessara barna mer svo