Menntamál - 01.08.1965, Page 122
232
MENNTAMÁL
aldrei neinu prófi. Nokkur ráð eru notuð til að ráða bót á
þessu, og er það helzt að setja upp sérskóla fyrir vangefin
og mjög treggreind börn. Einnig hafa foreldranefndir af-
skipti af þessum málum. Við skulum segja að sonur Ivan-
offs skrópi í skóla og sýni lélegan árangur. Skólastjórinn
hringir á vinnustað, og þar er ívanoff tekinn til bæna og
honum sagt að aia strákinn betur upp. Foreldranefndin
athugar heimilisaðstæður og veitir kannski einhverja hjálp.
Bekkjarsystkini eru fengin til að fylgjast með syni ívanoffs
og hjálpa honum með það, sem hann hefur sleppt úr . . .
o. s. frv.
10. Kennsla á móðurmáli.
Sovétríkin byggja nær því 100 þjóðir. Fyrir byltinguna
var rússneska opinbert mál ríkisins og öll kennsla í skólum
þess fór fram á rússnesku. bað varð til þess, að meðal ekki-
rússneskra þjóða vildu foreldrar oft heldur enga menntun
handa börnum sínum, heldur en að senda þau í rússnesk-
an skóla. — Ef bolsivikkastjórninni átti að takast að tryggja
jafna menntun handa öllum, var óhjákvæmilegt að taka
upp kennslu á þjóðtungunum. Það var og gert og staðfest
í stjórnarskrá 1936. Nokkrar þjóðir tóku upp latneskt let-
ur í stað hins arabíska eða mongólska, en sumar þeirra
höfðu ekkert lctur sett, tungum sínum. Þann 1.3. marz 19.38
gaf sovétstjórnin út tilskipun um, að rússneska skyldi
kennd í öllum skólum ríkisins, en engin ein þjóðtunga er
nú opinbert ríkismál. Upp frá því var latínuletur afnumið
og flestum þjóðunr gert að taka upp rússneskt letur, til að
auðvelda þeim rússneskunám. Þó fengu gamlar og grónai
menningarþjóðir eins og Grúsínar og Armenar að halda
letrum sínum. Eystrasaltsþjóðirnar hafa þó og fengið að
rita mál sín á latínuletri, svo og Finnar. En t. d. Moldavar,
sem byggja Moldavíu (Bessarabíu, Austur-Rúmeníu) hlutu
að tileinka sér kírillitsu (rússneskt letur). — Sambandslýð-