Menntamál - 01.08.1965, Side 123
MENNTAMÁL
233
vclcli Sovétríkjanna eru 15. Á landsvæði þeirra eru skólar
á máli viðkomandi lýðveldis, en ætíð er þó séð um, að lyrir
liendi séu einnig rússneskir skólar, enda búa Rússar meira
eða minna innan þeirra allra. Mjög svipuð prérsenttala allra
þjóða sækja skóla, eða l(i—20%.
Meðal fjölda hinna smærri þjóða, einkum þeirra, sem
búa á landsvæði Rússneska lýðveldisins, er skólanám ;í
móðurmáli í reynd ekki annað, en að þeim börnum, sem
ekki kunna rússnesku, þegar þau konra í skóla við 7 ára
aldur, er kennt að þekkja stalina á sínu móðurmáli, en síð-
an ler öll kennsla fram á rússnesku. 1056 naut aðeins 6%
ncmenda á landsvæði Rússneska lýðveldisins kennslu á öðr-
um málum en rússnesku. í Eistlandi var þessi tala 78%
(]>. e. a. s. 22% nemenda sóttu rússneska skóla), í Lettlandi
67%, Litáen 89%, en t. d. í Kazakstan 34%.
11. Félagasamtök.
Að lokum skal minnzt á félagasamtök þau, sem starfa inn-
an skólanna. l'ar er helzt að nefna ,,Píonera“ félagsskapinn,
sem nær yfir skyldunámsstigið- l'élagsskapur þessi er undir
yfirstjórn Kommúnistaflokksins og hefur það að markmiði
að aðstoða skólana við að ala börnin upp í kommúnistísk-
um anda. í Sovétríkjunum er enginn munur á pólitík og
siðferði. Sá sem gerist siðlerðilega brotlegur er jafnlramt
brotlegur gagnvart yfirvöldunum. Við inngöngu í Píonéra-
félagið verður skólanemandinn að heita því að hlýð'a Kom-
múnistaflokknum, elska Lenin og föðurlandið, og standa
sig vel í námi. Við 14—16 ára aldur ganga flestir ungir
menn og konur í Komsomol, eða ungkommúnistafélagið.
Kommúnistaflokkurinn sjálfur tekur svo við úrvali úr
Komsomolunum. Píóneralélagið og Komsomol telur um
20 millj. meðlima, en Kommúnistaflokkurinn um eða ylir
10 nrillj.
Skólakerfi Sovétríkjanna er einn mikilvægasti árangur