Menntamál - 01.08.1965, Page 125
MENNTAMAL
235
endurnýja námsefni í helztu greinum nútíma vísinda. Um
móðurmálskennslu íslen/.kra skóla veigra ég mér við að tala.
Þá tel égað Uppeldisfræðaakademían rússneska hafi unn-
ið og vinni mjög merkilegt starf, einkum á sviði rannsókna
um notkunarhæfni kennsluaðferða og kennslutækja í nú-
tímaskólum. Vafalaust er margt nýtilegt í þeim rannsókn-
um.
Eg læt lesendur rnína um að dæma, hvort við Islendingar
getum nokkuð lært af öðrum atriðum í skólamálum Sovét-
ríkjanna.
Þó vil ég bæta hér við einni athugasemd, sem ætíð kem-
ur mér í hug, þegar skólamál ber á góma: Til hvers er okk-
ar skólastarf? Hvcrt er okkar uppeldismið?
Sovézkir skólar eru lagalega skyldir til þess að ala börn
upp í anda kommúnisina (en „kommúnismi“ merkir í þessu
samhengi í rauninni ekki annað en starf í þágu atvinnulífs
og menningar þjóðarinnar undir óbreyttri forystu ríkisins
og skipan þess).
Ef við teljum, að slíkt kommúnistauppeldi hæfi okkur
ekki allskostar, sem ég geri ráð fyrir, að flestir lesendur nn'n-
ir geri, þá vaknar spurningin? Kn livað viljum við? Mvernig
viljum við að íslenzk menning sé á tækniöld? Hvernig upp-
eldi á íslenzkt fólk að fá? Undanfarna tvo áratugi hafa lífs-
kjaraaðstæður íslendinga tekið stiikkbreytingu. Skólarnir
halda áfram að vera jnirrar ítroðslustofnanir. Samt sem áður
leggst æ þyngri byrði uppeldisstarfs á hendur skólamanna
og kennara. Hvernig eiga þeir að bregðast við? Hver er
þeirra uppeldisheimspeki? Við getum nefnt orð eins og
skapgerðarmótun og greindarþroski, eða sagt sem svo, að
þroskuð dómgreind sé hornsteinn lýðveldisins. En það
dregur okkur skammt. Hér er um að ræða eitt mikilvæg-
asta vandamál Jrjóðarinnar í dag: Hvað vilja núverandi
forystumenn þjóðarinnar gera til að veita unga fólkinu
uppeldi, sem laðar fram hið bezta í Jrví og lætur hæfileika
Jress njóta sín? Hvernig getur uppeldið stuðlað að því, að