Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 4

Skírnir - 01.04.1920, Side 4
82 Yizka hefndar'nnar. [Skirnir Lestin stöðvaðist í Pittsburg. Blaðasveinarnir þyjptust inn í vagnana og hrópuðu upp hver í kapp við annan, hi'ópuðu eins og amerískir blaðasveinar einir geta hrópað, hrópuðu með cent-hljómi í hverri sámstöfu: KVÖLDBLÖÐIN' . . . LYÐVELDIS- STRÁDRÁP í EAST ST, LOUIS . . . ENGINN SVERT- INGT EFTIR í BORGINNI . . . ALLIR DREPNIR . . • BRENDIR, SKOTNIR, GRÝTTIR . . . EAST ST. LOUIS FLÝTUR í BLÓÐI . . . EITT CENT . . . Þeir hrópuðu ekki upp nöfnin á blöðunum. Það eitt sem raddir þeirra virtust tjá, var þetta: — »Hvert hróp, sem veitir mér ekki eitt cent, er hrópað til einskis*. Þeir höfðu inn eitt cent fyrir hvei't hróp. Lestin rann af stað, hljóðlaust, gaumlaust. Stöfunum í nafnbrík stöðvarinnar fækkaði; það var alt, sem við tók- um eftir. Lestin rann af stað. Blaðasveinarnir voru horfnir. Fnginn sá þá hverfa, en horfnir voru þeir. Lestin rann af stað. Hrópin voru þögnuð, það var enginn lengur, sem hrópaði. Við héldum á blöðunum í höndunum. Þeir, sem lásu, voru hættir að lesa. Þeir, sem spiluðu, voru hættir að spila. Lestin rann af stað. Við héldum á blöðunum í höndunum . . . Það var eins og orðin, sem við lásum, tæki stökk upp úr pappírnum og þrýsti að kverkum okkar: East St. Louis hefði í gærkveldi — 2. júlí — verið einn blóðbeður, þar sem hundruð saklausra negra höfðu verið skotnir, brendir, gi'ýttir og á annan hátt píndir til bana af hvítum borgarbúum; þar sem hvítir menn gintu eða rændu marghleypu hvers svertingja úr höndum hans, til þess að skjóta hann með henni á eftir; þar sem hvítt fólk kveikti eld í húsum svertingjanna hundruðum sam- an; þar sem hvítir menn ráku hóp af svertingjum út í vík fyrir utan borgina og stjökuðu niður hverju höfði, sem upp kom, unz allir voru druknaðir; þar sem hvítar kon- ur hrifsuðu úr faðmi blakkra mæðra smábörnin, sem þær vildu bjarga úr logandi húsunum, snöruðu barninu lifandi

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.