Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 11

Skírnir - 01.04.1920, Page 11
Skírnir] Vizka hefndarinnar. 89 orðum: »Eg var einn af þessum hundrað saklausu blökku- börnum, sem hvítu þorpararnir höfðu kvatt saman til að horfa á þennan djöfullega sjónleik. Frá þeim degi sór eg kyni ykkar eilífa hefnd«. Já, það mætti halda, hélt biskup áfram, að svo átak- anlegt fordæmi hlyti að brenna sig inn í sál hvers sjón- arvottar og verða honum að æfilaugri viðvörun, æfilangri skelkun. Það komst upp við Lawson-málið, að nítján af 8amsæris-félögum hans voru úr hóp þeirra hundrað barna,. 8em horfðu á Jack Miller vera brendan. Það var ekki viðvörun, ekki skelkun, það var hatur og hefnd, sein brendi þennan dag mark sitt inn í sál þeirra. Og trúið tnér, kæri urgi vinur minn, öldurnar af Ben Lawson-köll- uninni eru ekki hjaðnaðar enn. Biskup hallaði sér aftur í sætinu. Svo veik hann sér skyndilega aftur að lögmanni og spurði: — Eruð þér úr Suðurríkjunum? — Eg er úr Suðurríkjunum. — Einmitt það . . . Og þetta villibál hatursins frá East St. Louis, virtist hann spyrja sjálfan sig, hver slekk- ur það? Hann dró Pullmans-bikar upp úr vasa sínum, lauk upp innsiglis röndinni, stóð á fætur og gekk inn í hand- laugina. Þegar hann kom inn aftur, lásu menn aftur og spiluðu þar til lestin stöðvaði i New-York, og við áttum að hverfa inn í borgina, þar sem ljós'ð er bjartast og myrkr- ið dimmast. Guðmundur Kamban.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.