Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 12

Skírnir - 01.04.1920, Page 12
. Elías L.önnrot og Kalevala. Eftir dr. theol. Jón Helgason biskup. Nl. Vorið 1831 hafði Lönnrot fyrir áeggjan bókmentafé- iagsins lagt af stað í nýja könnunarferð. En áður en hálfnuð var leiðin, barst honum skipun frá heilbrigðisráð- inu í Helsingfors þess efnis að hverfa tafarlaust heim aft- ur, því að Asíu-kóleran væri komin til landsins. Hlýddi Lönnrot þeirri skipun samstundis, en ógeðfelt var honum að hætta við ferð sína. Gerðist hann nú nokkra mánuði kóleru-læknir á sjúkrahúsi í Helsingfors og kóleru-vörður í Borgá og sveitunum þar umhverfis. Gekk hann fram með hinum mesta dugnaði og ósérhlífni, sýktist jafnvel sjálfur og sveif vikutíma milli heims og helju, en líkam- legur hraustleiki hans varð, sem betur fór, dauðanum hér yfirsterkari. En þegar hægði um og sóttin leið úr landi, var orðið of áliðið sumars til að takast ferð á hendur á nýjan leik. En hið næsta vor lagði Lönnrot af stað jafnskjótt og isa leysti af vötnum. Fór hann sem fyrri fótgangandi víðsvegar um norður og austur hluta landsins og komst nú alla leið til Kyrjálalands, finska hlutans. Varð árang- urinn af ferðinni með afbrigðum góður — meiri en hann hafði nokkuru sinni getað dreymt um. Nú barst upp i hendurnar á honum fjöldi áður óþektra hetjukvæða og kendarljóða, en auk þess afarmikill fróðleikur annar af ýmsu tæi um líf og háttu Kyrjála, bæði í félagslegu tilliti, ■trúarlegu, þjóðfræðiiegu og þjóðmenjalegu. Þá um haustið .1832 losnaði héraðslæknisembætti eitt langt norður i landi,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.