Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 14

Skírnir - 01.04.1920, Page 14
92 Elias Lönnrot og Kalevala. [Skírnir auðgaðist Lönnrot þegar á fyrsta ári dvalar sinnar í Kaj- ana að fjölda kvæða og kvæðabrota, og gat þegar tekið að vinna úr því, sem að honum barst. Við vini sina í Helsingfors stóð hann í bréfasambandi og skýrði þeim frá öllu sinu starfi, en þeir biðu óþolinmóðir eftir að sjá ár- angurinn af því. Á öðru ári dvalar sinnar í Kajana sýktist Lönnrot mjög hættulega. Barst sú fregn jalnvel suður til Helsing- fors, að hann væri dáinn. Vinum lians var það að von- um hin mesta sorgarfregn, og skáldkona ein orti eifiljóð' eftir »finska söngva-svaninn«.‘) En svo komu nýjar frétt- ir norðan frá Kajana, er sögðu Lönnrot vera orðinn al- bata, og þóttu það gleðitíðindi hin mestu. Á þessum ár- um óx nú og margfaldaðist safn Lönnrots af hetjukvæð- um, kendarljóðum, gátum og leikjum, og dag frá degi full- komnaðist þekking hans á tungu, lifi og háttum þessara barna eyðiskóganna miklu, sem svo trúlega höfðu haldið fast við siðu og lífsvenjur forfeðra sinna frá elztu timum- Og heima var hinn ungi læknir vakinn og sofinn i að rannsaKa allan þennan fræðaforða, sem hann safnaði sam- an á súmarferðum sínum, raða niður hinum margháttuðu kvæðabrotum og skeyta saman það er saman heyrði, sér- staklega að reyna að koma því í samstæða heild, sem kveðið hafði verið utn hverja aðalhetju, þannig að við- burðirnir rækju hvor annan í sem eðlilegastri röð. Þegar árið 1833 var hetjukvæða-safn hans orðið 5000 Ijóðlína kvæðabálkur í 16 flokkum. Finska bókmentafélagið gerði ‘) „Erfiljóöin“ voru svo hljóðandi (og bera þau fagran vott um,. hvert álit menn þá þegar höfðu á Lönnrot); „Vainámöinen hángde i din krona sjelf sin lyra opp, bjöd desB stránger öfver nejden tona frán din friska topp. Men dess toner fingo ej i gruset lánge stanna quar, dárför kallade dig upp til ljuset sángens Himla-far.“

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.