Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 16

Skírnir - 01.04.1920, Side 16
94 Elias Lönnrot og Kalevala. [Skirnir Finna*. En >Kalevala« nefndist landið, þar sem helztu söguhetjurnar áttu heiraa. Þessi fyrsta útgáfa flnska hetjuljóðasafnsins er venju- lega nefnd »Gamla Kalevala«, til aðgreiningar frá næstu útgáfunni, er birtist injög aukin og umbætt 14 árum síðar (»Nýja Kalevala«). Hún liafði inni að balda 32 kvæði, samtals 12078 Ijóðlínur. Var útkomu þesSa safns tekið með hinum mesta fögnuði svo sem einhverjum mesta stórvið- burði í sögu finskra bókmenta Margir, og þá fyrst og fremst finskir bókmentafélagsmenn. hugðust þar sjá fagran vísi merkilegrar þjóðlegrar þróunar, sem verða mundi, er tímar liðu fram, fegursta blaðið í sögu flnskrar menningar, sem og varð. En Lönnrot áleit sízt sínu mikla verki lokið með þessu. Svo víða sem hann hafði farið um bygðir Finnlands hafði honum þó enn ekki unnist tími til að komast í samband við ýmsa kvæðamenn, sem hann hafði haft spurnir af; auk þess átti hann enn eftir að ferðast um rússneska hlutann af Kyrjálalandi; en þar haföi hann mjög sterkt hugboð um, að geymdust ljóða-fjársjóðir enn dýrmætari en þeir,. er til þessa hafði tekist að grafa upp. Þess vegna hélt hanD starfi sínu áfram hin næstu ár og kom þá margt í leitirnar — fleira jafnvel en hann hafði nokkuru sinni gert sér vonir um. Nú höfðu honum líka vakist upp ýmsir áhugasamir aðstoðarmenn, er fóru um bygðirn- ar eftir því sem hann lagði fyrir, og var honum hinn mesti stuðningur að því. Það leið þá ekki heldur á löngu áður en kvæðasafn hans hafði aukist svo að nýjum ljóð- um og Ijóðabrotum, að íylsta þörf varð á nýrri, aukinni og endurbættri, útgáfu og það þess heldur sem fyrsta út- gáfan mátti heita uppgengin. En svo mörg járn hafði Lönnrot i eldinum, að hin nýja úgáfa dróst til 1849. Lönnrot. hafði sem sé ekki einskorðað sig við hetjuljóðin sögulegu, heldur hafði hann jafnframt verið að vinna úr hinu mikla safni sínu af kendarljóðum, orðskviðum og gátum. Árið 1840 lét hann birtast á prenti afarmikið safn finskra kendarljóða, er hann nefndi »Kanteletar« (þ- e-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.