Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 29

Skírnir - 01.04.1920, Page 29
Skírnir] Elías Lönnrot og Kalevala. 107 til þess að þurfa ekki að láta Helsingforsarana »glápa á sig sem annan apakött® flýtti hann sér af stað norður. Boðsbréfið náði honum að vísu, en hann svaraði því á þá leið, að því miður væri sér ekki hægt að þiggja boðið, en ljúft skyldi sér vera að taka þátt í 100 ára minningarhá- tið félagsins er þar að kæmi, Þegar hann varð áttræður voru haldnar Lönnrots-há- tíðir um laud alt og mikið um dýrðir. Varð hann þá að ^veljast í Helsingfors nokkurn tíma og »láta dekra fyrir sér<, þótt hátíðahöldin þreyttu hann mjög og hann yrði þeirri stundu fegnastur að komast burtu þaðan aftur En sönn voru orðin og úr hug margra mælt, sem skáldið Zachrís Topelíus mælti í ræðu sinni á borgarahátíð, þeirri er haldin var þá Lönnrot til heiðurs á sænska leikhúsinu í Helsingfors: »Hvei' sinti fyrir 50 árum lækninum unga, 8em þá fór frarn og aftur um strjálar bygðir Finnlands til þess í fátækum bændabýlum að leita uppi og færa i letur ljóð, sem voru komin fast að því að deyja út? Nú ekiljum vér öll tilgang þeirra ferðalaga hans. Nú er eng- inn drengur í nokkurri skólastofu þessa, lands, naumast nokkur smalastúlka á heiðurn þess, er ekki kunni að nefna nafn hans. Ekkert nafn er nú jafnþekt af öll- Utt>, jafnelskað af öllum um Finnland þvert og endilangt 8em nafnið Elías Lönnrot«. Tveim árum síðar andaðist Lönnrot í Sammatti 19. marz 1884. Þegar hann fann dauða sinn nálgast bað hann dóttur sína að sjá ura, að hann yrði jarðaður í kyrrþey og fregnin um andlát hans okki látin berast suður til Hels- ingfors fyr en að afstaðinni útför sinni. En þar varð konum ekki að ósk sinni. Fregnin um andlát hans barst ^eð hraða út um landið og útfarar-daginn þustu sendi- nefndir úr öllum áttum, múgur og margmenni til Sam- ^eattí, til þess að heiðra látinn þennan frægasta son finsku þjóðarinnar. Það sem ávann Lönnrot jafn óskorað elsku og virð- ittgu samlanda sinna var ekki eingörigu hið mikla og égleymanlega afrek æfi hans, lieldur og meðfram alt líf

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.