Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 60

Skírnir - 01.04.1920, Side 60
138 Um fatnað. [Skírnir karlmanna og kvenmannafata. Kvenfötin eru öll opnari og skjólminni, ermar oft stuttar, hálsmál vítt, pilsin opin að neðan og fatadúkarnir venjulega miklu þynnri. Ogþó kvarta konur sjaldan öllu meira um kuldann en karlar. Þá finna menn lítt til kulda á höndum og andliti þó bert sé, og litlu meira á útlimum en bol, og eru þó fötin langt- um hlýrri á bolnum. Að nokkru leyti stafar þetta af van- anum, en annars er það eðli heilbrigðs líkama, að hann getur að miklum mun aukið brensluna og hitaframleiðsl- una er hörundið mætir kulda, og haldist jafnheitur fyrir því, aðeins þarf fæðan að vera að sama skapi meiri sem kuldinn vex. En þessi dýrmæti hæfilegleiki að geta þol- að bæði hita og kulda er mjög kominn undir æfingu eða h e r ð i n g u. Mönnum, sem ætið ganga i mjög hlýum iötum eða sitja í funheitum stofum, hættir til að sýkjast af kvefi og fleirum ofkælingarkvillum ef þeir verða fyrir kulda. Þeir verða kvellisjúkir og viðkvæmir fyrir öllu ef út af ber, hafa týnt þeirri list niður að þola kuldann. Til þess að komast hjá þessu er venjulega ráðlagt, að hafa fötin hvorki mjög hlý né þétt, lofa loftinu að blása hæfilega gegnum þau, láta þau hvorki falla þétt að hálsi né úlnliðum, svo loftið geti vel leikið um líkamann. Fæð- una verður þá að auka eftir þörfum. Slík föt geta verið létt og liðug og þrengja hvergi að líkamanum eða blóð- rásinni. Þá er önnur aðalmótbáran sú, að ýms efni streymi stöðugt út úr hörundinu, meira en ‘/s liter af vatni (sviti) á degi hverjum, nokkuð af þvagefni og kolsýru, að hör- undið sé mikilvæg viðbót við nýru og lungu, en hlý °£ þétt föt hindi'i þessa starfsemi. Yið þetta má bæta, að nái svitinn ekki að gufa greiðlega upp, verða fötin rök eða jafnvel blaut, og missa þ á s t ó r u m h 1 ý i n d 1 m Þá er og hætt við ofkælingu er sezt er fyrir, eða farið m yztu fötum, og blautu fötin þorna á manni. Að lokum er viðbúið, að óloft og svitalykt setjist i fötin, eí þau eru mjög loftþétt. Það þykir einkenna illa siðaða menn mörgu framar, að þeim fylgir ætíð ódaunn af fúlum svita o. þvíl-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.