Skírnir - 01.04.1920, Síða 67
Skírnir]
Um fatnað.
145
á það að taka við sliti, vatni og vindi. Innri vetlingur-
ian á að vera sérstakur, þykkur og skjólgóður ullarvetl-
ingur, sem taka megi úr og þvo, eða úr loðskinni. Loð-
skinnið er langheitast (snögt hundsskinn), en þykkara og
ilt að þvo það. Þó nota útlendingar loðvetlinga allajafna
i miklum kulda. Samskeytin milli ermar og vetlings má
þétta á ýmsan hátt, en hversu sem umbúnaðurinn er
gerður, þá þarf hann að vera sterkur, einfaldur og auð-
veldur að losa og festa. Vetlingar flugmanna og bílstjóra
eru flestir af likri gerð og hér er lýst. Þröngir mega
vetlingar ekki vera. Þeir verða þá ætíð kaldir.
Fótabúnaður. Vér fáum tæpast aðra sokka betri
en góða íslenzka ullarsokka. Þeir eru bæði sterkir og
þlýir. Þó slitna þeir helzt til fljótt á hælum og tám.
Væri því réttast að gera hælana tvöfalda, svo sem er i
sumum útlendum sokkum, eða gera þá úr vænu garða-
Prjóni, sem sagt er að sé haldbetra. Tvent gæti og komið
fri tals: að hafa blátt áfram hælinn opinn, þvi kuldi leitar
Utt n hæla, eða nota hvítsútað skinn í hælana. í miklum
kuldum er sjálfsagt að vera í tvennu, sokkum og allháum
ááleistum. Enn betra er, og í raun og veru hið eina sem
er ótvírætt, að vera i loðskinnsháleistum (lambsskinn,
þundsskinn, kattarskinn). Þetta hefir gefist Steingrími
^iatthíassyni lækni ágætlega. Útlendu bómullarsokkarnir
eru yfirieitt bráðónýtir, og útlendir ullarsokkar miklu
eiegri en vorir, þó áferðin sé fallegri. Og þó kaupir
ólkið slíkan varning, jafnvel sveitafólk.
Islenzku s k ó r n i r eru handaskömm og hafa ekk-
ert til síns ágætis nema léttleikann og að allir geta gert
Pá úr innlendu efni. Þeir eru kaldir og haldlitlir, hiífa
ætinum lítt og sízt fyrir vatni, epjast og úldna í vot-
viðrum, skorpna og harðna í þurkuru, og er ekki einu sinni
Y° vet &ð þeir meiði ekki eða aflagi fótinn, því þeir valda oft
æmri skókreppu, einkum harðir leðurskór, og aflaga fótinn.
Góðir útiskór þurfa að hafa marga kosti, vera vatns-
lr upp að öklum að minsta kosti, þrengja hvergi að
lnum, meiða haun né aflaga, vera sterkir, ódýrir og
10