Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 72

Skírnir - 01.04.1920, Page 72
150 Um fatnað. [Skirnir léttur, haldgóður, hlýr (vetrarfötin) og ódýr. Því mið- ur er mér ekki fullkunnugt um gerð hans, en af því sem ráða má af myndum 'amerískum) hafa nærklæði verið úr ullarprjóni eða ullareinskeftu (flúneli) en yfir- klæðin þéttur, tvíhneptur, óþveginn mó- eð.a gráleitur bómullargarri, og stuttbuxur úr svipuðu efni. Vetrar- yfirhafnir hermanna hafa verið hér til sölu (enskar). Yzta borðið er úr tiltölulega vatnsþéttum (imprægneruðum) bómullardúk. Innan þess er þunt olíuléreft, en inst kaf- loðin ullareinskefta. Bómullardúkurinn yzti er til þess að taka á móti sliti og óhreinindum og að nokkru leyti raóti vatni. Olíuléreftið gerir fötin vatnsheld og vind- held, loðna uilareinskeftan gerir þau hlý. Þeir sem reynt hafa yfirhafnir þessar segja þær ágætlega hlýjar, og mjög léttar eru þær. Hversu vetlingar og fótabúnaður hafa verið er mér ekki kunnugt. Hvorttveggja hefir eflaust verið ágætt og svipað þvi, sem hér er lýst að framan, að svo miklu leyti sem samrýmanlegt var við hernaðarstörf og manndrápin. Loðföt voru og mjög notuð að vetrinum og einkum úr kindaskinnum. Þau eru og notuð í fatnað íiugmanna.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.