Valsblaðið - 01.05.1979, Side 4

Valsblaðið - 01.05.1979, Side 4
Séra Friðrik Friðriksson Það er öllum Valsmönnum kunnugt, að Valur var stofnaður af drengjum í unglingadeild KFUM árið 1911 fyrir áeggjan hins mikilhæfa leiðtoga séra Friðriks Friðrikssonar. Valsmenn hafaæsíðanlagt mikla rækt við minningu hans og fer vel á því. Það er ekki ætlun mín að rekja hér hvað séra Friðrik gerði fyrir Val og hvers virði hann hefur verið ungum Valsmönnum í gegnum árin. Þá sögu kunna aðrir betur en ég. Hinsvegar datt mér það í hug, þegar við vorum að spjalla saman um útkomu þessa blaðs, að segja ykkur frá því, að sér Friðrik hefur stofnað, eða rétta sagt á kveikjuna að því að stofna fleiri félög en Val. Það vita það kannski ekki margir í dag, að séra Friðrik er nokkurskonar faðir knattspyrnunnar á Akranesi og að fyrsta knattspyrnufélagið, sem þar var stofnað, var stofnað fyrir hans áeggjan. Skal ég nú segja ykkur frá því. Þannig var, að séra Friðrik var mikið á Akranesi á sínum tíma og hélt þá oft samkomur í Akraneskirkju. Þangað flykktust ungir drengir til að hlusta á hann og taka þátt í söng, en á þessum samkomum var sungið fullum hálsi. Á þessum árum voru þessar samkomur kærkomin tilbreyting í annars tilbreytingarlausu lífi drengjanna á þessum árum. Eins og þeir vita sem þekktu séra Friðrik og sóttu samkomur hjá honum, þá var honum einkar lagið að tala þannig til áheyranda sinna, að þeir sátu sem bergnumdir og gleyptu í sig hvert orð sem hann sagði. Þannig var það með drengina, sem sátu í kirkjunni á Akranesi og hlustuðu á þennan mikilhæfa kennimann. Hann sagði þeim frá íþrótt, sem hann nefndi knattspyrnu og hafði borist til landsins, þá nokkrum árum áður og hann sagði þeim frá Knattspyrnufélaginu Val, sem hann átti þátt í að stofna með ungum drengjum í Reykjavík, þá nokkrum árum áður. Hann útskýrði fyrir þeim íþróttina og á hvern hátt hún kenndi drengjum að vinna saman og ná settu marki. Hann hvatti þá til að stofna félag og taka til við að iðka knattspyrnu. Það varð úr, að í maí árið 1922 söfnuðust saman nokkrir drengir á aldrinum 10-14 ára í kálgarðinum við Árnabæ og ræddum um stofnun knattspyrnufélags. Það var samþykkt og síðar var haldið inná Langasand, þar sem drengirnir ræddu um nafn á félagið og rituðu þeir uppástungur sínar í sandinn. Nafnið Kári hlaut flest atkvæði. Ogfyrsti völlur hins nýstofnaða félags var einmitt Langisandur. Eins og gefur að skilja, varð eitt hið fyrsta verk hinna ungu drengja, að komast yfir knött, en hann kostaði heilar 10 krónur og það var mikið mál fyrir suma þeirra að útvega eina krónu til kaupanna, en það tókst. Ekki er ætlunin, að rekja nánarsögu knattspyrn- unnar á Akranesi hér að þessu sinni, en hin síðari ár er hún flestum kunn. Ég á sjálfur margar og góðar minningar frá samkomum með séra Friðriki í Frón á Akranesi, sem við strákarnir sóttum og mér eru ennþá minnisstæðar sögurnar sem hann sagði okkur og hve hressilega við sungum „Áfram kristmenn krossmenmn.“ H. Dan 2 I
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.