Valsblaðið - 01.05.1979, Síða 9

Valsblaðið - 01.05.1979, Síða 9
að góðu jafntefli í leik sínum við fallliðið í deildinni, KA, en þar með fauk út í veður og vind möguleikinn á því að fá aukaleik við Vestmannaeyinga um fslands- meistaratitilinn. Hlutu Valsmenn 23 stig í deildinni, jafnmörg og Akurnesingar og urðu að keppa við þá uni 2. sætið og rétt til þátttöku í UEFA-bikarkeppninni að ári. Eftir að hafa fyrst gert jafntefli, 0-0, tapaði Valur 1-3 og verður því að sætta sig einnig við það að vera án þátttöku í Evrópubikarkeppninni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað í ósköpunum hafi skeð hjá Val seinni hluta sumars, þegar liðið var aðeins skuggi af sjálfu sér, og tapaði öllu því niður sem unnt var að tapa. Fyrir þessu er ugglaust margar ástæður - mörg svör við spurningunni, en til þess að skyggnast svolítið inn í málið fékk Valsblaðið þrjá leikmenn úr liðinu og tvo forystumenn til þess að ræða þetta “áfall“. Leikmennirnir voru þeir Ingi Björn Albertsson, Albert Guðmundsson og Dýri Guðmundsson, en forystu- •nennirnir þeir Bjarni Bjarnason, formaður Meistara- flokksráðs og Ólafur Gústafsson, varaformaður knatt- spyrnudeildarinnar. Lá beinast við að spyrja fyrst: Hverjar voru orsakir ófaranna, og var Bjarni fenginn t'l þess að svara þeirri spurningu fyrstur: Bjarni: Ég verð að hafa svolítinn formála á svari mínu við spurningunni. Þegar við hefjum íslandsmótið þá erum við með að baki mjög góðan árangur frá fyrra ar'- Þá unnum við íslandsmótið með 35 stigum af 36 mögulegum, sem er óneitanlega besti árangur miðað vð leikjafjölda sem íslenskt knattspyrnulið hefur náð fyrr og síðar. Við vorum mikið til umræðu í fjölmiðlum Þegar mótið var að hefjast, okkur var spáð velgengni °g sigrum og m.a. bent á það að við vorum með mjög 8°ðan mannskap, - það hafði t.d. bæst í hópinn mjög góður leikmaður úr FH. Valsliðið lofaði líka sannar- *ega góðu, vann öll innanhússmótin á vetrinum og varð svo Reykjavíkurmeistari, og einnig sigurvegari í meist- arakeppninni. Það var því bjart yfir öllu hjá okkur, Þegar íslandsmótið hófst. Það byrjaði hins vegar ekki alltof vel hjá okkur. Við fengum aðeins 5 stig í 6 fyrstu leikjunum. En þá kom góður kafli og þá unnum við 10 leiki í röð, 7 i íslands- rnotinu og 3 í bikarkeppninni. Þegar kemur að þessum hmapunkti erum við með þriggja stiga forystu í deild- ’nni og komnir í úrslit í bikarnum. En þá var líka sagan 011 °g oft er maður búinn að spyrja sjálfan sig hvað hafi skeð. Það hrynur allt saman. Við höfum leikið þessa 10 sigurleiki á 40 dögum, eða fjórða hvern dag að Jafnaði. Það hafði því verið mikil pressa á mannskapn- Um, en hann hafði sýnt það í þessum leikjum að hann stoðst hana. Ég held, að það séu margar skýringar á því hvernig fór, en ein af þeim er eflaust sú að það hafði skapast mikið öryggi, - menn voru orðnir vissir um að Þe'r væru komnir yfir erfiðasta hjallann og það yrði ekki erfitt að krækja í titlana. Þarna spilaði líka inn í að það voru ákveðnir leikmenn í Valsliðinu sem áttu hreinlega ekki eins gott tímabil í ár og í fyrra, og það hafði auðvitað sitt að segja. Það má heldur ekki horfa fram hjá því að þegar fór að ganga illa virtist þjálfarinn ekki vera maður til þess að ná liðinu upp, hann var ekki nógu ákveðinn og hafði ekki lag á því að ná upp stemm- ingunni. Auðvitað eru þessi atriði sem ég nefni hér þó aðeins getgátur, - hið eina rétta svar er ekki hægt að gefa. Dýri: Ég hef enga “patent“ skýringu á því af hverju fór svona hjá okkur. Það má ekki horfa fram hjá því að þegar á heildina er litið gekk Valsliðinu bærilega á árinu. En það var auðvitað mjög svo afdrifaríkt og kostaði okkur titla að við misstum ferðina undir lok keppnistímabilsins. Albert: Það var ekki bara undir lok mótsins sem við stóðum okkur illa. Eins og Bjarni benti á, byrjuðum við mótið mjög illa, en síðan kom ágætur kafli hjá okkur, en duttum svo niður aftur. Éger þeirrar skoðunar að undirbúningurinn undir keppnistímabilið hafi ekki verið nógu góður, og það hafi verið meginástæða þess að svona fór. Það náðist upp stemming í liðinu um tíma, en vegna ónógs undirbúnings hlaut að koma að því að við fengjum skellinn. Ólafur: Það er erfitt að finna eina viðhlýtandi skýr- ingu á þessu, en mér fannst allan tímann vanta meiri samstillingu í liðið. Það vantaði “rétta“ hugarfarið, hvernig svo sem á að skilgreina það. Ég vil ekki kenna áhugaleysi um. Menn tóku á og puðuðu, en það vantaði neistann - það jákvæða. Kannski hefur verið leiði í mönnum, þeir verið orðnir þreyttir, eða þá að það vantaði nýtt markmið að keppa að. Liðið átti þrjú glæsileg keppnisár að baki og hafði unnið þá titla sem hægt var að vinna, og því hafði það ekki að öðru að stefna en að halda fengnum hlut. Það, var t.d. alveg útilokað að unnt væri að bæta um betur í fslandsmótinu frá í fyrra, en þá vannst mótið með 35 stigum, eins og áður hefur verið bent á. Ég tel líka, að þjálfarinn hafi brugðist. Hann átti að koma inn með miklu ákveðnari aðgerðir og vera harðari og meiri hershöfðingi en hann var. Hann var greinilega ekki undir það búinn að taka við áföllum. Ingi Björn: Ég get tekið undir næstum allt sem Bjarni sagði, en ég vil bæta því við, að ég tel að það hafði verið grundvallarmistök í undirbúningi liðsins fyrir keppnis- tímabilið. Þegar við hófum æfingarnar s.l. vetur var mikill kraftur í þeim. Við hlupum mikið og æfðum lyftingar og það náðist upp nokkuð gott þrek hjá liðinu. Við bjuggum að þessu þegar við lékum í innanhúss- mótinu, meistarakeppninni og Reykjavikurmótinu, sem við unnum því miður, en það virðast álög að það lið sem vinnur það nær ekki langt á því keppnistímabili. Síðan skeði það einfaldlega að við héldum ekki þrekinu við. Smátt og smátt misstum við það niður í stað þess að byggja við það eða í það minnsta að halda því við. Og þótt við höfum náð sigurkafla um tíma megum við ekki horfa fram hjá því að þá var enginn glæsibragur yfir leik Valsliðsins. Við vorum að merja sigra. Þetta, 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.