Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 12

Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 12
Ingi Björn: Knattspyrnan var yfir höfuö mjög léleg í sumar. Þaö þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að finna jafn lélegt tímabil og var í ár. Ég er búinn að vera alllengi í þessu og leyfi mér að fullyrða að það hafi aldrei áður verið eins léleg knattspyrna hér. Mér fannst ekki eitt einasta lið leika þannig að það verð- skuldaði íslandsmeistaratitilinn. Það hafa alltaf verið eitt eða tvö lið sem staðið hafa upp úr, en í sumar var meðalmennskan allsráðandi. Albert: Þetta er í sjálfu sér rétt hjá Inga Birni, en hver er ástæðan? Finnst okkur þetta ekki af því að lið eins og Valur og Akranes eru ekki eins góð og áður. Ég tel að sum liðin hafi ekki verið verri en áður og nefni þar t.d. Þrótt og Víking. Ég er hins vegar ósammála Inga Birni að ekkert lið hafi átt titilinn skilið. Vestmanna- eyingar voru mjög vel að honum komnir. Þeir voru sterkir og börðust gífurlega vel. Dýri: Já, það er örugglega mikið til í því sem Albert var að segja. Valur og Akranes voru ekki eins sterk og áður, og það varð til þess að önnur lið áttu meiri mögu- leika og börðust betur en oft áður. Ég held að þegar á keppnistímabilið er litið verði ekki annað sagt en að leikirnir hafi verið skemmtilegir, - það kann hins vegar vel að vera að knattspyrnulega hafi þeir ekki verið eins góðir og áður. Lexía sumarsins Valsblaðið: Hvaða lœrdóm hafa Valsmenn dregið af þessu sumri? Bjarni: Við bítum að sjálfsögðu í skjaldarrendur og látum slíkt og þvílíkt ekki koma fyrir aftur. Það er unnið að því þessa dagana að leita að þjálfara, sem á að vera betri þjálfari en við höfum haft. Ég vil ekki fara ítarlega út i það á þessu stigi málsins, en það er markmið okkar að ráða fyrir næsta keppnistímabil þjálfara sem hefur mikla reynslu, og er harður af sér. Valsblaðið: Erlendur eða innlendur þjálfari? Bjarni: Erlendur þjálfari. Ólafur: Það þarf að taka á og “keyra“ þetta upp aftur hjá okkur. Það þýðir ekkert annað. Við verðum að finna þjálfara sem er starfi sínu vaxinn, ekki bara sem skipuleggjari á knattspyrnuvellinum, heldur þarf hann að vera maður til þess að stjórna og starfa með strákunum. f Valsliðinu eru nú mjög leikreyndir menn, en þeir þurfa að hafa hershöfðingja yfir sér. Bjarni: Það er líka greinilegt að leikmennirnir vilja þannig þjálfara. Ingi Björn: Við stefnum auðvitað að betri árangri og ef það er “hershöfðingi“ sem við þurfum til þess að ná honum, tökum við auðvitað við honum, fegins hendi. Ég held, að aðallærdómurinn sem við höfum lært af þessu keppnistímabili sé sá, að við verðum að hafa mjög ákveðinn þjálfara, sem ekkert gefur eftir. Við sáum margt fara úrskeiðis í sumar, og erum reynslunni rikari. Hitt er svo annað mál, að það er ekki hlaupið að því fyrir íslensk félög að skipta um þjálfara á miðju keppnis- tímabili, eins og t.d. er gert í Englandi. Það þarf því að vanda vel valið. Albert: Það er búið að koma inn á þá punkta sem eru vitanlega aðalatriðin. Sá lærdómur sem við getum dregið af síðasta keppnistímabili er fyrst og fremst sá, að það kemur ekkert að sjálfu sér. Við verðum að hafa fyrir hlutunum og það þýðir ekki að vera of öruggur með sig. Kannski gekk of vel hjá okkur 1978, miðað við styrkleika liðsins þá. Ég er sannfærður um að þrátt fyrir að Valur sigraði með svo miklum yfírburðum í íslands- mótinu sem raun ber vitni, vorum við ekki með nálægt því eins gott lið þá og árið 1977. Ingi Björn: Þetta er alveg rétt hjá Albert. Dýri: Já, það er augljóst að við þurfum að fáeinhvern harðan þjálfara á okkur sem getur haldið liðinu saman og stjórnað þvi. Við stjórnuðum þessu of miklu sjálfir í sumar. Það er forsenda til þess að þjálfari nái árangri að leikmennirinir beri virðingu fyrir honum. Það má heldur ekki gleyma því að það er ef til vill ekki nóg að ráða topp-þjálfara, heldur þarf að koma málum þannig Mynd til vinstri Valsblaðið Haftð þið farið út í að greiða leikmönnum peninga? Mynd fyrir miðju Ólafur.... Höfum reynt að greiða útlagðan kostnað. Mynd til hœgri Bjarni..... Greiðslur munu skapa meira aðhald að leik- mönnum 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.