Valsblaðið - 01.05.1979, Síða 27

Valsblaðið - 01.05.1979, Síða 27
gengið vonum framar í vetur. Miklu skiptir að á þessu tímabili samþykkti HSÍ breytingu í tekjuskiptingu 1. deildar liða. Var þetta gert til reynslu þetta tímabil. Þetta fyrirkomulag breytir tekju- streymi okkar Valsmanna. Við erum svo heppnir að eiga dyggan hóp áhorfenda þannig að góð aðsókn að okkar leikjum skilar sér nú beint til okkar í stað þess að áður skiptust tekjur milli allra liða jafnt. Tekjurnar af aðgangseyri eru margfaldar miðað við fyrra ár. Ætla má að tekjur okkar Valsmanna og Víkinga nemi ca. 1800-1900 þús. króna í hvorn hlut. Nú, auk þessara tekna koma í okkar hlut opinberir styrkir, árgjöld, styrktargjöld, auglýsingatekjur af leik- skrám, af auglýsingum á búningum og tekjur af Evrópukeppni meistaraliða o.fl. Það lætur ekki fjarri að ársvelta deildarinnar verði um 14-15 milljónir og rekstarkostnaður eitthvað nálægt því þannig að útkoman verði örlítið réttu megin við núllið. Sp: Nú hlýtur þitt hlutverk Þórður að vera tímafrekt og góða menn þarftu með þér. Hvernig er liðið? Þórður: Stjórnarliðið er mjög samstillt til átaka og veturinn er einn sá léttasti fyrir mig þar eð tekist hefur að virkja alla stjórnarmenn til starfa og dreifa þannig verkefnum og álagi. Sp: Kemur þitt formannsstarf niður á kaupmennskunni? Þórður: Já og nei. Að vísu fer í þetta tími en á móti kemur að fjöldi Valsmanna hefur snúið sínum viðskiptum til Valgarðs og versla þar meira eða minna í matinn t.d. hálft meistaraflokkslið karla. Sp: Með það liðna í huga Þórður, muntu þá gefa kost á þér áfram sem formaður. Þórður: Næsta ár verð ég örugglega ekki formaður en gaman væri að starfa með góðum formanni. Sp: En komi nú staða upp í haust að ekki finnist formaður hverju myndirðu svara ef til þín yrði leitað? Þórður: Þá kem ég bara aftur. Jón Pétur Jónsson er líklega öllum lesendum Valsblaðsins að góðu kunnur. Hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn í handboltanum og stillt sér upp með helstu stórskyttum allra tíma. Jón hóf að æfa og leika handbolta fyrir fáum árum, en sýndi fljótt góða takta, með ástundun og miklum metnaði. Hefur honum tekist að ná landliðs- sæti og er nú á förum til Þýskalands til að taka við af Ólafi bróður sínum hjá Dankersen. Jú ég fer til Þýskalands í júlí ásamt fjölskyldu minni og verð úti líklegast 2 ár. Við erum nýkomin úr kynnisferð til félagsins og þetta varð úr. Æfingaaðstaða Dankersen er frábær. Æft er í stórri höll, þjálfarar og liðstjórar stjórna öllum æfingum sem standa í 2 klst. Þessir menn skipta með sér verkum og æfingarnar er geisivel skipulagðar. í ágúst verða 5 æfingar á viku, eingöngu þrekæfingar. Farið verður í æfingakeppnisferðir í haust áður en átökin byrja. Nú fá leikmenn mánaðarfrí áður en farið er í gang. Sp: Það þarf auðvitað ekki að spyrja að því að Þjóðverjarnir kunna að skipulegga bæði æfingar og mót? Jón P: Já, fyrir 1. maí n.k. verða öll félög að hafa sínar áætlanir tilbúnar. Þau vinna í nánu sambandi við þýska sambandið og lands- 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.