Valsblaðið - 01.05.1979, Side 34
-Hafa áhorfendur mikil áhrif á
dómarann?
,,Yfirleítt er það nú svo að maður
heyrir ekki til áhorfendanna. Auð-
vitað getur það borizt til eyrna
manni, þegar hrópað er Út af með
dómarann; eða Drepið dómarann;
og eitthvað í þeim dúr. En það hefur
engin áhrif. Dómari verður að ein-
beita sér svo mikið, að utanaðkom-
andi truflun verður hann varla var
við. Ég segi eins og er, í leik er ég
fyrst og fremst í sambandi við leik-
mennina á vellinum, en læt áhorf-
endur lönd og leið. Ég hef verið
blessunarlega laus við að lenda í ein-
hverju múðri við leikmenn á vellin-
um. Yfirleitt hef ég kynnst leik-
mönnum af góðu einu, prúð-
mennsku og íþróttamennsku. Auð-
vitað hitnar mönnum oft í hamsi.
Reiði þeirra beinist kannski gagn-
vart dómara en strax að loknum leik
er allt gleymt og grafið, og innst inni
vita þeir ugglaust að dómarinn hafði
á réttu að standa“.
Blöðin og dómararnir
-En hvaða áhrif hafa blöðin á
dómara?
„Það gildir nú það sama um blöð-
in. Við dómarar verðum oft fyrir
óvægilegri gagnrýni í blöðunum.
við erum kannski skammaðir óbóta-
skömmum fyrir dóma, sem við sjálf-
ir erum handvissir um að voru vel af
hendi leystir, svo erum við kannski
hafðir upp til skýjanna eftir leiki,
þegar við finnum að við áttum ekki
góðan dag. Svo eru blöðin þannig
innstillt, að þau ákveða gjarnan að
þessi eða hinn dómarinn sé góður, en
svo sé einhver annar dómari sem sé
vondur. Þetta er annað hvort svart
eða hvítt, ekkert þar á milli.
Annars er það með þetta eins og
annað. Það venst að vera skammað-
ur í blöðunum, nú eða kannski að fá
þar gott orð. Ég held þetta fari mest í
taugarnar á þeim sem næst manni
standa, ættingjum og fjölskyldunni.
Maður er gjarnan spurður: Hvers-
vegna í ósköpunum ertu að standa í
þessu, maður, úr því þetta er svona
vanþakklátt starf? Jú, ég svara því
til að ég hafi ánægju af þessu frí-
stundagamni. Og það er satt, ég hef
haft gaman af að dæma, og það er
ástæðan fyrir því að ég skuli hafa
enzt til þessa. Sérstaklega hef ég
haft gaman af handboltanum, og
eftir að breytingin var gerð, þ.e.
markadómarar hættu og tveir dóm-
arar dæma saman, hefur þetta lagast
mjög. Handboltinn finnst mér miklu
hraðari og skemmtilegri en knatt-
spyrnan. Hinsvegar er miklu erfið-
ara að dæma knattspyrnuleik.
Manni er sagt að dómari hlaupi 10
kílómetra í leik, svo það er eins gott
að vera í góðri æfingu.
En svo ég víki að blaðamönnun-
um. Þeir hafa það fram yfir dómar-
ann, að þeir geta lesið yfir sín skrif,
eftir að þeir taka blaðið úr ritvélinni
sinni. Oft finnst mér að þeir mættu
lesa betur yfir það sem þeir segja. Og
oft eru þeir ósammála, blaðamenn-
irnir. Einn gefur dómara beztu eink-
unn, meðan félagi hans á öðru blaði
fer hinum háðulegustu orðum um
dómarann“.
Skrapað í sigurlið
Við víkjum aftur talinu að keppnis-
mennskunni með Val.
„Það gekk á ýmsu hjá okkur.
Gekk bæði vel og illa. Það sem
bjargaði okkur þegar illa gekk, var
þessi einstæði andi, sem hefur svo
lengi loðað við Valsmenn. Ég man
að einu sinni hafði Hilmar Magg. sá
kraftmikli maður tilkynnt þátttöku
Vals í íslandsmótinu í handknattleik
utanhúss. Þetta var óðs manns æði.
Ég hitti hann inn á Ármannsvelli.
Það var útlent kvennalið að keppa
forleik, en síðan áttu Valur og FH,
aðalfélagið, að leika. Hilmar var
vongóður og bjartsýnn eins og ævin-
lega. Hann sagði að hann hefði
skrapað í ágætt lið. Nú virtist eins og
þessir menn hefðu hlaupið út undan
sér. Ég var beðinn að vera með. Ég
var hálflasinn eða var að jafna mig
eftir veikindi. Ég gat ekki skorast
undan, rauk heim eftir íþróttadót-
inu. Kærastan mín og núverandi
eiginkona, spurði undrandi hvað ég
væri að gera. Ég ætla að lána þetta,
sagði ég. Nú Hilmar hafði séð Árna
Njálsson þarna í áhorfendahópnum,
hann var gripinn. Nú Ali Baba, ég
held hann hafi jafnvel verið þarna
með barnavagn, hann var virkjaður,
Valgeir Ársælsson, Sigurhans, Geir
Hjartar, og loks var Sólmundur sótt-
ur í markið. Hann var að vinna ein-
hversstaðar í nágrenninu. Við
vorum með 8 manna skrap gegn hin-
um frægu handknattleiksstjörnum
úr Firðinum. Og Valur vann á góða
skapinu. Það er ekki að orðlengja
að Valsmenn urðu íslandsmeistar-
ar. Það kom engum eins á óvart og
okkur sjálfum. Líklega hefur Hilmar
driffjöður ekki verið neitt undrandi
á þessu, hann er fæddur undir ein-
hverri heillastjörnu sá piltur.
Annars verð ég að segja að fram-
farirnar í handknattleik og knatt-
spyrnu eru gífurlegar, og grundvall-
ast á miklu meiri æfingum og
ástundun leikmanna. Ég veit frá
fornu fari að ástundunin hefur allt
að segja. f gamla daga var slegizt um
að komast í lið. Þessi saga sem ég var
að segja þér var undantekning frá
þeirri reglu. Og þeir sem höfðu æft
bezt, náðu lengzt. Svo einfalt var
það. Eins er það með dómarana.
Þeir þurfa að leggja hart að sér til
að ná langt á sínu sviði. Sjálfur hef
ég reynt það, og hef náð því að verða
alþjóðadómari í tveim íþróttagrein-
um. Þetta hefur gefið tækifæri til að
dæma milli erlendra liða, sem er
mikil reynsla fyrir dómara".
Eiginkona Vals Benediktssonar,
Þorbjörg Ólafsdóttir, er búin að
hella í bollana. Það er orðið áliðið
og við Valur búnir að sitja og spjalla
lengi kvölds, búnir að missa af belli-
brögðum forsetans í Washington í
sjónvarpinu. í litlu herbergi inn af
stofunni sé ég standa barnavöggu.
„Já, hún tilheyrir dóttursyni
okkar. Hann heitir raunar Valur líka
og var skírður á fimmtugsafmælinu
mínu 9. apríl í vor“. Þau Valur og
Þorbjörg eiga þrjár dætur barna.
Þau búa myndarlegu búi að Efsta-
sundi 88, í miðri Þróttarnýlendunni.
Þannig er það nú til dags, þræðir
Valsmanna liggja um borgina alla og
langt út fyrir hana.
JBP.
32