Valsblaðið - 01.05.1979, Page 38
Helgi Daníelsson
BARÁTTAN UM
Sjaldan hefur 1. deildarkeppnin
á íslandi unnist með jafn miklum
glæsibrag og árið 1978 er Valur vann
deildina og tapaði aðeins 1 stigi. Að
vísu unnu KRingar það afrek, að
vinna deildina með fullu húsi árið
1960, en þá var í fyrsta skipti leikin
tvöföld umferð, heima og að heim-
an. Þá voru aðeins 6 lið í deildinni,
en árið 1978 voru þau 10 talsins og
umferðirnar alls 18.
Við skulum glöggva okkur aðeins
á leikjum Vals í mótinu og þrátt
fyrir yfirburða sigur Vals, voru
margir leikirnir síður en svo auð-
unnir og sagt var, að meistaraheppni
hefði verið yfir Val í sumum þeirra.
í fyrstu umferð mótsins lék Valur
gegn Fram að viðstöddum 1688
áhorfendum og vann Valur örugg-
an sigur, 3-0. Atli skoraði fyrsta
markið á 27 mín., en Albert Guð-
mundsson bætti öðru við á 71. mín.
Ingi Björn Albertsson hafði svo
lokaorðið rétt fyrir leikslok, er hann
skoraði á 88. mín.
í 2. umferð mættust Reykjavíkur-
félögin Víkingur og Valur og komu
2363 manns til að sjá leikinn. Leikur-
inn var fjörugur og skemmtilegur og
mörg mörk voru skoruð. Albert
opnaði markareikninginn á 5 mín.
með góðu marki. Síðan kom Atli
með mark á 35. mín. og Guðmundur
Þorbjörnsson strax í byrjun síðari
hálfleiks. Jón Einarsson skoraði gott
mark á 81. mín., en Ragnar Gísla-
son bakvörður Víkings afgreiddi
knöttinn í eigið mark á 86. mín. Vík-
ingum tókst að skora 2svar í mark
Vals, þannig að leikurinn endaði
með sigri Vals 5-2.
“Við erum lagðir af stað í átt að
titlinum“, sagði Ingi Björn við
blaðamann eftir leikinn og voru það
orð að sönnu.
í 3. umferð mætti Valur hinum
baráttuglöðu Keflvíkingum sem
höfðu gert jafntefli í sínum fyrsta
leik, en síðan tapað fyrir Eyjamönn-
um í 2. umferð. Fyrri hálfleikur var
góður hjá Val og þá skoruðu Atli
á 16. mín. og Ingi Björn á 36. mín.
Keflvíkingar hrisstu af sér slenið og
skoruðu eitt mark í síðari hálfleik,
þannig að 2-1 sigur Vals var í höfn.
Leikur Vals í 4. umferð var ekki
leikinn fyrr en um miðjan júlí, en það
var leikurinn gegn Eyjamönnum á
heimavelli. Valur vann leikinn létti-
lega 3-0 og skoruðu þeir Guðmund-
ur Þorbjörnsson á 27. mín., Ingi
Björn á 59. mín. og síðast kom sér-
lega glæsilegt mark hjá Atla Eð-
valdssyni á 74. mín.
í 5. umferð koma 1046 manns til
að sjá viðureign Vals og FH á Laug-
ardalsvellinum. Valur byrjaði vel,
því á 13. mín. skoraði Ingi Björn
fyrir Val og hann bætti öðru við úr
vítaspyrnu nokkru síðar. Síðari hálf-
leikur var í jafnvægi lengst af, en
rétt fyrir leikslok, eða á 84. mín.
skoraöi Ólafur Danivalsson fyrir
FH og þar við sat.
Leikur Vals og Þróttar í 6. umferð
varð Valsmönnum nokkuð erfíður
lengi leit út fyrir, að Valur ætlaði
að tapa fyrsta stiginu, en svo reynd-
ist þó ekki, því á 80. mín. skoraði
Ingi Björn gott mark meðskallaeftir
sendingu frá Albert.
Blikarnir í Kópavogi, sem eftir 6
umferðir sátu einir og yfirgefnir á
botninum með 1 stig mættu Val á
hinum glæsilega velli sínum að við-
stöddum 1010 áhorfendum. Valur
átti fremur slakan leik að þessu
sinni, en það kom ekki að sök gegn
botnliðinu og Valur vann örugglega
4-1. Guðmundur skoraði fyrsta
markið á 46. mín. en síðan bætti Ingi
Björn tveimur við, á 57 og 61. mín.
og Atli rak endahnútinn með marki
á 67. mín.
í 8. umferð lék Valur á Laugar-
dalsvelli gegn KA að viðstöddum
892 áhorfendum. Valur vann yfir-
burða sigur, 5-0. Atli skoraði fyrsta
markið á 14. mín. og þar við sat í
hálfleik. Norðanmenn fengu á sig
stórsókn í byrjun hálfleiks og þrjú
mörk á 4 mín. Albert skoraði á 47.
mín, Guðmundur Þorbjörnsson á
50. mín. og Ingi Björn á 51. mín.
Atli lokaði svo markareiningunum
með marki á 81. mín.
Nú var komið að 9. umferð og að
þeim leik, sem beðið var með hvað
36