Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 38

Valsblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 38
Helgi Daníelsson BARÁTTAN UM Sjaldan hefur 1. deildarkeppnin á íslandi unnist með jafn miklum glæsibrag og árið 1978 er Valur vann deildina og tapaði aðeins 1 stigi. Að vísu unnu KRingar það afrek, að vinna deildina með fullu húsi árið 1960, en þá var í fyrsta skipti leikin tvöföld umferð, heima og að heim- an. Þá voru aðeins 6 lið í deildinni, en árið 1978 voru þau 10 talsins og umferðirnar alls 18. Við skulum glöggva okkur aðeins á leikjum Vals í mótinu og þrátt fyrir yfirburða sigur Vals, voru margir leikirnir síður en svo auð- unnir og sagt var, að meistaraheppni hefði verið yfir Val í sumum þeirra. í fyrstu umferð mótsins lék Valur gegn Fram að viðstöddum 1688 áhorfendum og vann Valur örugg- an sigur, 3-0. Atli skoraði fyrsta markið á 27 mín., en Albert Guð- mundsson bætti öðru við á 71. mín. Ingi Björn Albertsson hafði svo lokaorðið rétt fyrir leikslok, er hann skoraði á 88. mín. í 2. umferð mættust Reykjavíkur- félögin Víkingur og Valur og komu 2363 manns til að sjá leikinn. Leikur- inn var fjörugur og skemmtilegur og mörg mörk voru skoruð. Albert opnaði markareikninginn á 5 mín. með góðu marki. Síðan kom Atli með mark á 35. mín. og Guðmundur Þorbjörnsson strax í byrjun síðari hálfleiks. Jón Einarsson skoraði gott mark á 81. mín., en Ragnar Gísla- son bakvörður Víkings afgreiddi knöttinn í eigið mark á 86. mín. Vík- ingum tókst að skora 2svar í mark Vals, þannig að leikurinn endaði með sigri Vals 5-2. “Við erum lagðir af stað í átt að titlinum“, sagði Ingi Björn við blaðamann eftir leikinn og voru það orð að sönnu. í 3. umferð mætti Valur hinum baráttuglöðu Keflvíkingum sem höfðu gert jafntefli í sínum fyrsta leik, en síðan tapað fyrir Eyjamönn- um í 2. umferð. Fyrri hálfleikur var góður hjá Val og þá skoruðu Atli á 16. mín. og Ingi Björn á 36. mín. Keflvíkingar hrisstu af sér slenið og skoruðu eitt mark í síðari hálfleik, þannig að 2-1 sigur Vals var í höfn. Leikur Vals í 4. umferð var ekki leikinn fyrr en um miðjan júlí, en það var leikurinn gegn Eyjamönnum á heimavelli. Valur vann leikinn létti- lega 3-0 og skoruðu þeir Guðmund- ur Þorbjörnsson á 27. mín., Ingi Björn á 59. mín. og síðast kom sér- lega glæsilegt mark hjá Atla Eð- valdssyni á 74. mín. í 5. umferð koma 1046 manns til að sjá viðureign Vals og FH á Laug- ardalsvellinum. Valur byrjaði vel, því á 13. mín. skoraði Ingi Björn fyrir Val og hann bætti öðru við úr vítaspyrnu nokkru síðar. Síðari hálf- leikur var í jafnvægi lengst af, en rétt fyrir leikslok, eða á 84. mín. skoraöi Ólafur Danivalsson fyrir FH og þar við sat. Leikur Vals og Þróttar í 6. umferð varð Valsmönnum nokkuð erfíður lengi leit út fyrir, að Valur ætlaði að tapa fyrsta stiginu, en svo reynd- ist þó ekki, því á 80. mín. skoraði Ingi Björn gott mark meðskallaeftir sendingu frá Albert. Blikarnir í Kópavogi, sem eftir 6 umferðir sátu einir og yfirgefnir á botninum með 1 stig mættu Val á hinum glæsilega velli sínum að við- stöddum 1010 áhorfendum. Valur átti fremur slakan leik að þessu sinni, en það kom ekki að sök gegn botnliðinu og Valur vann örugglega 4-1. Guðmundur skoraði fyrsta markið á 46. mín. en síðan bætti Ingi Björn tveimur við, á 57 og 61. mín. og Atli rak endahnútinn með marki á 67. mín. í 8. umferð lék Valur á Laugar- dalsvelli gegn KA að viðstöddum 892 áhorfendum. Valur vann yfir- burða sigur, 5-0. Atli skoraði fyrsta markið á 14. mín. og þar við sat í hálfleik. Norðanmenn fengu á sig stórsókn í byrjun hálfleiks og þrjú mörk á 4 mín. Albert skoraði á 47. mín, Guðmundur Þorbjörnsson á 50. mín. og Ingi Björn á 51. mín. Atli lokaði svo markareiningunum með marki á 81. mín. Nú var komið að 9. umferð og að þeim leik, sem beðið var með hvað 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.