Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 57
Úr félagslífinu
Já, mér finnst að 4. flokkur í Val eigi
að fá tækifæri til að fara út fyrir land-
steinana, eins og algengt er í öðrum fél-
ögum. Þó að innanlands ferðir séu ágæt-
ar, þá hlýtur að vera meira spennandi að
ferðast til útlanda og verða sem fyrst
maður með mönnum.
Jóhann Holton í 3. flokki.
- Hvað segir þú um 3. flokk á síðast-
liðnu sumri?
Okkur gekk ágætlega fyrst og töpuðum
aðeins eítjum leik í Reykjavíkurmótinu,
en svo urðum við fyrir reiðarslagi.
' Nú, hvað köm fyrir?
í’jálfarinn, sem við flestir vorum mjög
ánægðir með, hætti skyndilega eða var
líklega rekinn og við vissum eiginlega
ekkert hvernig á þessu stóð og okkur
^annst, að forráðamenn knattspyrnu-
óeildar hefðu átt að skýra málin betur
^yrir okkur strax, áður en allt fór í hönk.
Sumir hættu og áhuginn hvarf út í veður
°8 vind, og við fengum aðeins eitt stig úr
sex leikjum í íslandsmótinu.
' En voru ekki einhverjir ljósir punktar?
■Jú, við fórum í Skotlandsferð, sem var
ágæt út af fyrir sig, en okkur tókst ekki
að vinna það upp sem tapast hafði.
~ En hvernig hefur gengið að undan-
^örnu?
Æfingasóknin í vetur var ekki nógu
8óð, en hún hefur lagast mikið síðan að
uhæfingarnar byrjuðu. Ná er meira en
nóg af strákum i B - lið, enþað vardreg-
ið út úr mótum í fyrra og við erum á-
nægðir með Jóhann Larsen þjálfara og
Björgvin Hermannsson umsjónarmann.
Magnús Matthíasson fyrirliði 5.
flokks
Magnús Matthíasson er tólf ára,
fæddur 1967, og er fyrirliði í minni-
boltaliði Vals (5. flokks).
„Ég kynntist fyrst körfubolta
þegar ég var hjá frænku minni í
Bandaríkjunum. Ég tók þátt í nám-
skeiði þar sem kennd voru undir-
stöðuatriði í körfubolta, þá var ég
átta ára. Síðan æfði ég óreglulega
næstu árin, en hef æft af krafti frá því
í fyrra", sagði Magnús þegar við
ræddum við hann eftir eina Minni-
boltaæfingu í október.
„Mérfinnst þjálfarinn okkar(Tim
Dwyer) mjög góður og gaman að
vera í Val. Ég æfi handbolta líka en
BELLEVUE
BOYS CLUB
BASKETBALL
Frá námskeiðum í Bandarikjunum.
Magnús efst til hœgri.
hef meira gaman af körfunni." Hvað
finnst þér helst mega betur fara í
sambandi við Minni-boltann?
„Það vantar fleiri leiki, bæði
keppni og æfingaleiki. Mótin eru
bara nokkrir dagar í röð, svo gerist
ekkert í marga mánuði.“ Jæja
Magnús, ætlarðu að æfa áfram og
komast í Úrvalsdeildarlið Vals?
„Já örugglega.“ Með þessum orð-
um ljúkum við þessu spjalli við hinn
hávaxna miðherja 5. flokks.
Matthías Einarsson fyrirliði 4.
flokk
Fyrirliði 4. flokks er Matthías
Einars.son 14 ára, fæddur 1965, oger
hann því á seinna ári í 4. flokki. Hvar
kynntist þú körfubolta?“
„Ætli fyrstu kynnin hafi ekki ver-
ið þegar ég fór með pabba á æfingar
sem smápolli, svo bjuggum við úti á
landi í nokkur ár þannig að ég fór
ekki sjálfur að æfa fyrr en með Val
haustið 1976. Þáþjálfuðuþeirokkur
í Minniboltanum Rikki (Ríkharður
Hrafnkelsson) og Torfi (Magnús-
Þeir ungu hafa orðið
55