Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 10
\0
þeir það sér til gamans og dægrastyttingar að hæð-
ast að þeim, er standa á klettinum.
Tniarvissa annara manna er kölluð ímyndun,
hræsni eða úreltar kreddur.
Við þessa „nöktu anda“ hef eg ekki mikið að
segja. Trúin er leyndardómur; og einn af leyndar-
dómum trúarlífsins er trúarvissan. Þó eg ætti að
fá allt gull úr Ófír, þá gæti eg ekki skýrt vissu trú-
arinnar fyrir þeim mönnum, sem með fullri meðvit-
und álíta það hið eina rétta að vera sannfæringar-
laus. Fyrir slikum mönnum get eg að eins, út frá
minni trúarvissu, vitnað það, að enginn mannlegur
andi hefur verið til þess skapaður, að lifa í „hringiðu-
elfi hugsunarinnar". Mannsandinn getur á leit sinni
að sannleika faliið i þennan hringiðustraum; og vel
sé þá hverjum þeim, sem berst drengilegri baráttu,
til að halda sér uppi og reyna að komast aptur
upp á klettinn! — En ef menn, í stað þess að reyna
að brjótast upp úr elfinni, kunna vel við sig í hring-
iðum hennar, og hafa gaman af þessum fjöruga og
djarflega leik, — þá hreppa þeir eigi lífið í „hring-
iðu-elfi hugsunarinnar", heldur dauðann á botni
elfarinnar.
Sannfæringarlaus hugsanaleikur er fæddur af
dauða og ieiðir til dauða; en-------------: trúin er
föst sannfœring.
Pað verður að strika updir þetta, og það eigi