Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 22

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 22
22 sköpunárkrapta, — að náttúran er þjónn mannsins að sama skapi, sem maðurinn er þjónn guðs, — að náttúran er harðla vel stofnuð, en síðar spillt og röskuð, svo að hún er nú sambland andvígra afla og i gegnum hana óma andvörp af þrá eptir að verða leyst úr ánauð forgengilegleikans. — Þetta stendur allt heima við reynslu allra tíma og við vísindi hinna síðustu tíma. Á undan öllum vísind- um hefur „orðið“ haft hina fullkomnu glöggsýn sann- leikans yfir náttúruna. Hvers vegna? — Af því orðið kemur frá drottni náttúrunnar. Mannshjavtað staðfestir guðdómieik orðsins. Því að orðið staðhæfir, að mannshjartað geti eigi skilið sjálft sig af eigin ramleik; — heldur geti enginn nema sá guð, er myndaði fjöllin og skapaði vindana, kunngjört manninum, hver hugsun hans er. Einnig þetta stendur heima við alla reynslu. Hefur manns- hjartað eigi týnt lyklinum að sínum eigin innstu fylgsnum? Stendur það eigi jafn ráðþrota gagn- vart sínum eigin dýpstu þrárn, sem gagnvart sinni eigin innstu baráttu? Finnur það eigi til þess, að það er komið úr jafnvægi, — að alstaðar umhverf- is það eru innsiglaðar ráðgátur, af því hin innstu fylgsni sjálfs þess eru innsigluð, þar til guðs orð brýtur innsiglin og kennir manninum með fáum einföldum drátt.um að skilja sjálfan sig — „þú ert skapaður handa guði; þú ert fallinn frá guði; þú getur í Jesú Kristi leiðst aptur til guðs" — það er j æða orðsins, J>að er úrlausn gátunnar. Öll andvíg

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.