Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 26

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 26
26 En vissa um guðdómleik orðsins er eigi hið sama sem sáluhjálparvissa. — Til sáluhjálparvissu heyrir enn fromur vissa um að hafa sjálfur hlut- deild í náðar framboði orðsins. Og hér kemur erfið- leiki. Vakandi samvizka er semsé, eins og vér höfum séð, skilyrði fyrir fyrri hluta sáluhjálparviss- unnar: vissunni um guðlegt vald orðsins. En sam- timis virðist vakandi samvizka vera tálmun fyrir hinn hluta sáluhjálparvissunnar: vissuna um að hafa sjálfur hlutdeild í sáluhjálpinni. Því að vak- andi samvizka er þrárækilegur sakaráberi. Enginn maður í heimi finnur sig svo auman og yfirgefinn sem sá, er samvizka hans er að vakna. Af öllum skepnum milli himins og jarðar, frá orminum í duptinu til engla guðs, er engin svo nauðulega stödd sem sálin, þá er hún er að byrja að þekkja sjálfa sig. — Sálin fyllist þá annaðhvort af óhuggandi iðrunarsút með mörgum tárum eða af kaldri ör- væntingu táralaust. Og sé það sárt að gráta beisk- um tárum, þá er örvænting sú, er vantar tárin, eigi síður sár. Eg þekki eiginlega enga meiri kvöl á þessari jörðu enn þá, að dragast með þunga samvizku, hulda af hálfsijóu kæruleysi, sem hindrar neyð sam- vizkunnar frá að ná andanum. Samvizkan reynir þá fyrst að rjúfa hið sljóa hýði; en þegar það tekst okki og hún fær að eins nýja verki og kúlur af að berja höfðinu við sljóleikann, þá sezt hún að lok- um með grátekka á eixihYern atvikinn stað lengst

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.