Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 36

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 36
36 sprettuv upp af. En þar við bætist í öðru lagi, að reynsluvissan verður hér aldrei nema í molum; og stundum ber það jafnvel til, að lífreynd náðar guðs dregur sig i hlé og hverfur með öllu. Hinar inudælu tilfinningar, hinar sjáanlegu bæn- heyrslur og öll önnur áþreifanleg lifreynd guðs frelsis- fyllingar leika alvarlegan leik við mannssálina. Þær þjóta upp, blómgast og anga, og sál vor fagnar í guði; — en vindur fer yfir þær og þær eru eigi lengur til og staður þeirra kannast ekki framar við þær. Og þó koma þessar lífreyndir frá hinum áreið anlega og sannorða guði, honum sem er trúfestin sjálf og staðfestan. Hví eru þær þá svo hverflynd- ar og breytilegar, eins og væru þær af holdi fæddar? Á ytri hátt mælt hefur þetta margar orsakir. fað kemur af hrösunum vorum og syndum; — hvernig ætti guðs inndæli friður að vera stöðugur í hjörtum vorum, þegar vér sjálfir erum ekki stöð- ugir í drottni? Það kemur af skammsýni vorri og heimsku; vér œtlum, að orðið rætist eigi eins og vera ætti, og þó rætist- það beint fyrir augum vor- um, — vér sjáum það einungis ekki. Og loks kem- ur það af sjálfu eðlisfari hinna sælu tilfinninga. þegar eldurinn bálar, framleiðir hann ösku, og ask- an kefur aptur eldinn. Eins hefur öll lypt og ljúf guðsreynd hér í heimi hverfleikans einkennilega til- hneigingu til að lcefja sjálfa sig og bæla. Af þessum ásLæðum og fleirum er lifreynd náð- ar guðs óstöðug og breytileg, þótt eigi sé umbreyt-

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.