Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 37
37
ingar skuggi hjá guði sjálfum. Þeir dagar koma
fyrir hvern trúaðan mann, að hin „inndæla tilfinning"
friðarins og gleðinnar að ofan hristir aptur duptið
af fótum sér og flýr frá landamerkjum sálarinnar.
„Brúðguminn er tekinn frá oss“. Einstæðingsskap-
urinn verður gestur vor, og söknuðurinn huggari vor.
Og hvað svo? Brestur þá trúarvissa vor?
Opt. En eigi ]>arf það svo að vera. Á slík-
um timum færumst vér að eins niður á hið lægsta
og upphaflega stig trúarvissunnar: vissuna af orð-
inu einu. Tilflnningarnar breytast, en orðið stend-
ur. Ef vér höfurn áður orðið að æfa oss í að láta
oss nægja náð guðs, þá fáum vér nú aptur um
tíma að æfa oss í að láta oss nægja orð guðs um
náð. En svo langt er frá, að vissan þurfi að hagg-
ast við þetta, að hún getur þvert á móti eflzt að
sigrandi krapti. Maður getur knúizt til að halda
sér við orðið með hálfu meiri alúð, nú þegar hvöt-
in til þess kemur eigi að eins frá sannleiksvaldi
orðsins, heldur og frá endurminningunni um undan-
gengnar náðarreyndir. Þannig getur það stundum
borið við, þegar maður verður alls ekkert var við
hjálp guðs og náð, en allt virðist. vera svo andstætt,
sem framast má verða, að hann þá á undursam-
legan hátt geti verið „glaður í trúnni“, viss um,
að drottinn er að eins að undirbúa „meiri hluti*.
En það getur einnig farið svo, og fer vitanlega
opt svo, að trúarvissan styrkist ekki, heidur veikl-
ast og jafnvel bilar alveg, þegar hlé verður um