Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Blaðsíða 39
39
alvara fyrir hermi; það haíi allt, verið tál. Og
heimurinn bætir háði sínu við hörmungar ástríðis-
ins: „Óvinuiinn hæðir mig, og þeir segja allan
daginn: „hvar er nú ]nnn guð?“.
Þannig líta ástríðisrof trúarvissun'nar út. í
sannleika, það eru erfiðir tímar, þegar sál trúaðs
manns (eins og Lúther kemst að orði) „hrekst á
æstum öldum örvæntingar og guðlöstunar". Og
væri nú svo, að þessi ástríðisrof í trúarvissunni
kæmu sjaidan fyrir og að eins sem undantekning,
þá væri það sök sér; þá þyrftum vér eigi að taka
hér neitt sérstakt tillit til þeirra, — gætum i öllu
falli látið oss nægja að hafa gjört grein fyrir upp-
runa þeirra. En þannig er það engan veginn.
Astríðisrofin eru svo tíð, að naumasc mun nokkur
trúaður maður vera alveg laus við þau, og svo sam-
ofin eðli sjálfrar trúarvissunnar, að því meiri trúar-
hetja sem einhver maður er, því meiri ástríðisþraut-
ir verður hann jafnaðarl^ga að þola.
Eigi þá ásiríðin ekki að verða vottur gegn áreiðan-
leik trúarvissunnar, þá verður að mega sanna það, að
þau seu eðlilegur liður í sjálfri trúarvissunni. Það er
ekki nóg að gjöra almenna grein fyrir uppruna
þeirra út frá manniegum breyzkleika og skammsýni;
því að hvers vegna verða þá hinar mestu trúar-
hetjur fyrir mestu ástriði? Það verður að mega
sanna það, að ástriðin liggi í eðli trúarvissunnar,
og hafi það hiutverk að efla trúarvissuna; — þá