Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Blaðsíða 40
40
fyrst eru þau komin sem fyllilega eðlilegur liður
inn i trúarvissuna sjálfa.
En þetta má einnig sanna. Hin fyrirbregðandi
ástríðisóvissa hefur í raun og veru þá þýðingu, að
varðveita og staðfesta sjáifa trúarvissuna. Hún
brýnir samlifið við guð. Hún vekur, eins og Lúther
opt tekur fram, „karlmannlega reiði gegn satan“,
styrkir heimþrána til himinsins og gefur meira við-
námsafl gagnvart ytra mótiæti; — sérhvert guðs
barn getur sjálft prófað þetta. Og það segir sig
sjálft, að það sem eflir líf trúarinnar, það eflir einn-
ig vissu trúarinnar. En ástríðin hafa auk þess aðra
beinni þýðingu fyrir trúarvissuna. Þau eru marg-
opt beint lífsskilyrði fyrir trúarvissuna sjálfa; og það
er þessi beina þýðing þeirra, sem eg vil hér eink-
um benda á.
í stuttu máli er þessu þannig varið:
Þegar orðinu er trúað og það tileinkað, þá leið-
ir af því fyr eða siðar frið og gleði i hjartanu; og
þessi persónulega reyndi friður verður þá að lið í
trúarvissunni. En ef nú þessi sæla tilfinning friðar
og gleði héldi áfram að búa í hjartanu ónæðislaus,
hvernig mundi þá fara? — Þá mundu þessar sælu
tiifinningar blátt áfram verða oss að freistingu.
Því að i allri innri náðarreynd er þessi undarlegi
tvöfaldleikur, að hún er ávöxtur náðarinnar ofan að,
en ávöxtur, sem sprottið hefur i voru eigin náttúr-
lega tilfinningariífi. Þess vegna or syo hætt yið því,