Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 46

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 46
46 24, 31). Þetta hefur síðan verið uppeldisaðferð drottins við lærisveina sina. Þegar drottinn því hverfur þér, þá skaltu ekki standa uppi ráðalaus og huglaus. Leitaðu ekki heldur hjálpar á báða bóga; en breyttu óvissu ástríðisins í nýja sönnun um þína eigin fátækt í andanum, — breyttu fátækt þinni í andanum í nýja sönnun um rótt þinn til náðarinn- ar og gríptu svo orðið þrátt fyrir allar ákærandi raddir. Haltu orðinu fast með nokkurs konar trúar- þrjózku. Og liggðu svo að öðru leyti kyrr við þrösk- uldinn að húsi drottins, þangað til hann leiðir þig aptur inn að veizluborði sínu (Sálm. 84, 10). Á þann hátt kemst þú fyrst út úr ástríðinu; og á þann hátt munt þú smátt og smátt, jafnvel mitt í ástríðinu, geta varðveitt kyrláta, því nær leynilega vissu; — himinn vissunnar mun halda áfram að hvelfast heiður og blár uppi yfir óveðurskýjum allra ástríða. Tilflnningarnar koma og fara. En vissan verð- ur kyrr. Því að sannleiki guðs orðs og trúskap- andi vald er, þótt allt annað breytist, „óbifanlegt riki“ og þar með föst og eilíf vissu-undirstaða. Trúarvissa vor er þá af traustustu og vegleg- ustu tegund. Hún hvílir á sterkasta aflinu i per- sónuleikanum : samvizkunnar „eg get ekki annað; sannleiki orðsins þrýstir mér“; — og hún hvílir á dýrmætustu reynd persónulejkaiífsins, þeirri reynd,

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.