Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 47

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 47
47 að oiðið, sem þrýsti til trúar, reyndist óbrigðult, er þvi var trúað. — Að réttu lagi hefur trúarvissan því tvöfalda undirstöðu og uppsprettu. Hún helzt uppi bæði af orðinu og reynslunni, en eigi ávallt jafnt af hvorutveggja. Stundum má orðið sín meira enn reyndin, og þá verður það vogun samvizkunnar, sem er aðaleinkenni vissunnar — „sælir eru þeir, sem elcki sjá og trúa þó“. Stundum ber meira á reyndinni enn orðinu, og þá verður einkunn viss- unnar inndæll lífreyndar veruleiki — „eg hef séð guð augliti til auglitis og líf mitt er frelsað" (1. Mós. 32, 30). En hvort sem er, þá er trúarvissan jafn örugg; því að það er hið sama guðlega sannleiks- vald, sem er undirstaða vissunnar. „Orðið" er sannleiksvaidið i blómhnappi — Jiað verkar á sam- vizkuna; „lífreyndin* er sannleiksvaldið í blómi og ávexti, — það lykur um allan persónuleikann. Sífeilt hefur orðið og reyndin áhrif hvort á annað, svo lengi sem vér erurn i heimi þessum. Aldrei falla þau hér í lifinu alveg saman, og aldrei geta þau alveg hvort. án annars verið. Hve nákvæm- lega þau eru samtvinnuð, sjáum vér t. a. m. af þessum orðunr hjá Páli: „En í öllu þessu (þ. e.: í Þjáning, þrenging og ofsókn) vinnum vér frægan sigur fyrir aðstoð hans, sem elskaði oss. Íví eg er þess fullviss, að hvorki dauði né líf . . . . muni geta skilið oss við guðs kærleika, sem er í Kristó Jesú drottni vorum“ (Rómv. 8, 37—39). Hvort er það

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.