Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 48

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 48
48 hér vissa Páls „af orðinu" (vissan um, að ekkevt geti skilið hann frá Kristi), sem veldur sigrinum? Eða er það sigurreynd hans, sem gefur honum vissu um, að ekkert geti skiiið hann frá Kristi? Það er eigi auðvelt, að sjá. Sannleikurinn er án efa, að það kemur hvorttveggja til greina. Páll veit það fyrirfram af orðinu, að kærieikur Krists er óglatan- legt hnoss. Og hann reynir hvað eptir annað í lifi sínu hinn sigrandi krapt Krists kærleika, sem staðfestir orðið. — Hér, eins og í allri trúarvissu, er óslítanlegt samband milli orðsins og reyndar- innar. Vera má að vér getum gjört grein fyrir vixl- sambandi þessu með líkingarmynd, tekinni af engl- unum í himinstiganum í draumi Jakobs. Barn nokkurt spurði eitt sinn prestinn sinn: „því þurftu englarpir þennan stiga, þar sem englar hafa vængi?“ f\að getur verið fullerfitt að svara þessari spurningu; en að læra af henni er hægt. Að hálfu leyti voru englar þessir bornir upp af vængjunum, að hálfu leyti af stiganum. Hinn sama tvöfaldleik finnur sérhver kristinn maður hjá sjálf- um sér, er hann rannsakar undirstöðu trúar sinnar. Orðið er himinstiginn, — reyndin vængimir. Vér þurfum á himinferð vorri að hafa hinn fasta stiga orðsins, því hann er undirstaða allrar reyndar. Vér þurfum vængi reyndarinnar, því þeir staðfesta fyrir sálu vorri, að orðið sé himinstigi. „Vængirnir" fara eigi að vaxa, fyr enn vér stígum

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.