Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Síða 50
50
því að þar verða vængirnir ílughæfir, og trúarviss-
an kemst þá á hið síðasta og fullkomnasta stig —
skoðunina.
En getur þá yfir höfuð verið um „trú“ að ræða
i skoðuninni? Já; — svo sannariega sem trúin
er vissa.
Væri trú kristins manns, einsog heimurinn hygg-
ur, sennileg eða líkleg ætlun, óviss máttuleikur eðaþví
um líkt, þá hlyti skoðunin að verða bani trúarinnar;
þvi að óviss máttuieikur getur eigi samrimst sýni-
legri reynd. En af þvi að trúin eptir hinum innsta
krapti sínum og kjarna einmitt er ekki óviss máttu-
leikur, heldur föst sannfæring, þá heldur hún áfram
i skoðuninni. Eins og Páll segir: „En þá er þetta
þrennt, trúin, vonin og kærleikurinn, varanlegl“
íl. Kor. 13,13).
Á öðrum stað talar Páil að vísu um trú og
skoðun sem gagnstæði, sem sé þar er hann segir:
„vér göngum í trú, en ekki í skoðun". Enþaríer
engin inótsögn.
Tniin heldur áfram i skoðuninni, af því að viss-
an heldur áfram. Skoðunin tekur við af trúnni, af
þvi að vissan breytist.
Vissan verður nýjari og æðri tegundar. Og
hið nýja er í stuttu máli það, að í skoðuninni getur
trúarreyndin verið án orðsins, af því að trúarreynd-
in fellur saman við orðið.
Horfnar eru þar allar innsiglaðar gátur og ■ öll