Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 51

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 51
51 óefnd fyrirheit, er guðs orð var hér hin mikla á- byrgð fyrir lausn þeirra og efnd. Gáturnar eru leystar, — fyrirheitin efnd. Vér þekkjum þá, eins og vér enrm þekktir (1. Kor. 13,12), þ.. e.: þekking hins hólpna manns á guði samsvarar í eilífðinni þekkingu guðs á manninum. Eins og guð í sam- bandi sínu við oss hér í tímanum þarf ekki að styðj- ast við neitt orð, er þrýsti honum með sannleiks- valdi til að trúa á óleystar gátur og óefnd fyrirheit, eins munum vér eigi heldur þurfa á slíku orði að halda i heimi skoðunarinnar. „Þangað til himinn og jörð forgengur, mun ekki hinn minnsti bókstafur eða titill guðs orðs líða undir lok, unz því öllu er fullnægt“. Þannig hefur drottinn mælt. En þá — þegar því er öllu fullnægt — þá mun guðs orð líða undir lok, — eins og loforðið líður undir lok í efnd- inni. Syndin, er upphaflega raskaði sambandinu milli sköpunarorðs guðs og heims þess, er guð hafði skapað, verður á þeim tíma afmáð að eilífu, og heimurinn mun þá í smáu og stóru lúta og hlýða þvi frelsisorði, er framkvæmir það, er sköpunarorðið vildi. Að lifa í hinum komandi heimi verður því sama sem að lifa í óglatanlegri frelsisreynd án ó- samhljóðunar og skugga. Frelsi fyllir hjörtun, frelsi blasir við augunum. Dýrð drottins þekur jörðina eins og vötnin botn sjávarins. Dýrð drottins upp- ljómar borgina með sjö sólna Ijóma. Guð er allt í öllu. Reyndin ber af voninni; reyndin fellur saman við orðið.

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.