Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 52

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 52
52 Af þessu leiðir tvennt mikilvægt ab því er trúar- vissuna snertir. Trúarvissan hefur eigi lengur rúm — hvorki fyrir neina vogun samvizkunnar, né fyrir tvísýnur ástríðanna. Yogun samvizkunnar er útilokuð, því að þar er ekkert trúkrefjandi orð án reyndar. Tvísýnur ástríðanna eru útilokaðar, því að þar er með engu móti unnt að fara með reyndirnar hégómlega og ieiðast burtu frá orðinu. Trúarvissan er þá fullkomlega og með öllu fólgin í sælu lífreyndarinnar. Ef um nokkurn efa getur verið að ræða i slíkri trúarvissu, þá er það í öllu falli efi, sem kemur upp úr gagnstæðum sjónbaug. Hér á jörðunni koma efasemdirnar upp úr sjónbaug saknaðarins; þar úr sjónbaug sælufyllingarinnar. Eða með fyllri orðum: liér koma allar efasemdir og öll ástríði af því, að innri sætleikur trúarreyndarinnar og ytri áþreifan- leiki hverfur oss um stund — ]>ar koma efasemd- irnar (ef þær geta kallazt svo) af því, að fylling trúarreyndarinnar er svo yfirflóandi rik, að vér get- um naumast trúað sælu sjálfra vor. Að nýju fer þá fyrir oss eptir orðum sálmaskáldsins: „Þegar drott- inn fór heim með Zíons fanga, vorum vér sem í draumi“ (Sálm. 126,1). Við hverja nýja lífsöldu, er rennur út frá fæti hástólsins, verðum vér „sem í

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.