Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 55

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 55
55 en aðrir flnna mest til sannleiksvalds orðsins, þegar það sjálft vitnar almennt um hjálpræði syndara í Jesú Kristi. En sá munur er „tilfallandi" (accidentel); •— það er enginn verulegur munur. Hann er svip- aðastur þeim mun, sem ávallt á sér stað meðal trúaðra manna, að einum finnst mest til um þetta fyrirheit, öðram um hitt. Vissu-undirstaða sú, er skírnin veitir, er því eigi samhliða orðinu, heldur — leidd af orðinu. Fyrir því hef eg af ásettu ráði látið skírnina óumtalaða. Vitanlega er ekkert á móti því, að menn kom- ist að orði á þessa leið: „Það er skírn mín og sáttmáli drottins við mig í skírninni, sem fullvissar núg um, að eg sé hólpinn maður“; — einungis má þá eigi gleyma því, að vissan um, að guð sé guð hjálpræðisins og að hann gjöri sáttmála við mig í skírninni, styðst þegar öllu er á botninn hvolft ekki við sjálfa skírnarathöfnina, heldur við sannleiksorð það, er söfnuði guðs er trúað fyrir. Héldu menn þessu ávallt föstu, þá mundi sneitt hjá margri deilu meðal kristinna bræðra. [Kafli úr: Troens' Hemmelighed af C. Skovgaard- Peteraen, Khavn 1904]. Þýðandi L. H.

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.