Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 72

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 72
72 Mac All mætti og mörgum erfiðleikum á með- an hann var að ná föstum fótum í París. Hann varð að læra frönsku á ný, fá leyfi. lögreglustjóra til að halda samkomur, útvega sjer fundarsal o. s. frv. Þegar allt þetta var komið í lag, gengu þau hjón- in hús úr húsi og úthlutuðu prentuðum smámiðum, þar sem fólki var boðið að „koma og hlusta á ensk- an vin, sem langaði til að tala við það um kærleika Jesú Krists.“ Fyrsta samkoman var haldin 17. jan. 1872. Nóttina áður var þeim hjónunum ekki svefn- samt, því að þau voru hrædd um að skrýllinn mundi gjöra óspektir og fyrirhöfn þeirra yrði árangurs- iaus. En allt gekk samt vei. Reyndar komu ekki nema 40 manns á fyrstu samkomuna, en allir voru rólegir. Næsta sunnudag komu þrefalt fleiri, og þá var salurinn fullur. Einn af áheyrendunum kom tii hans eptir samkomuna og kvaðst vilja þakka honum fyrir að hann vildi hjálpa Frakklandi, þótt hann væri útlendingur. „Frakkland er,“ sagði hann, „fallið eins djúpt og það var áður upphafið, af því að það hefur ekki hirt um lögmál Drottins. “ Þessi maður var — Gyðingur. Samkomurnar byrjuðu með söng, og var kon- an hans organistinn. Svo var lesið úr ritningunni og fluttar 2 eða 3 stuttar ræður, og fjekk þá Mac All stunduin vini sína til að hjálpa sjer. Fáein vers voru sungin á milli ræðanna. Að endingu bað hann áheyrendurna innilega að koma aptur og tók i hendina á hverjum manni um leið og þeir fóru út, —

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.