Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 80

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 80
80 öfluga heimatrúboð eða lýðmissión, sem styður báð- ar og kemur miklu til leiðar. -----o*oo ■ - ■ Elisabet Fry. Elisabet Fry var kaupmannsdóttir frá Norfolk á Englandi og fæddist hún árið 1780. Vantrú og kæruleysi skinsemskunnar var þá almennt ríkjandi ekki síst í ríkiskirkjunni ensku. En foreldrar hennar voru af kvekara ættum og þar var lifandi kristin- dómur. Foreldrar hennar hirtu raunar ekki um ytri merki kvekaranna og tóku þátt í ýrnsri heims gleði, en samt sóttu þau samkomur þeirra og guðsótti og góðir siðir riktu á heimili þeirra. — John Gurney faðir hennar var önnum kafinn við verzlun sína og því vai ð kona hans að annast barna uppeldið að mestu leyti. Elisabet unni mjög móður sinni og var henni handgengnari en hin systkinin, sem aptur voru sjálfstæðari. Hún var grönn og lagleg á velli, feimin og óframfærin í viðmóti, en þó óvægin og sjerlunduð að lunderni. Hún Ijet frem- ur að beiðni en skipun, og hætti til að varpa frá sjer námsbókunum og fara að tína blóm eða elta fugla. Námið gekk soint og hjeldu því surnir að hún væri heimskur unglingur, en opt sÝndu þó at- hugasemdir hennar að hana skorti ekki dómgreind. — Móðir hennar reyndi fljótt að innræta henni lif-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.