Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 86

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 86
86 aði ykkur?" — „Því ekki það?“ svaraði einhver, „en hver skyldi kæra sig um okkur?“ — „Jeg er komin til að hjálpa ykkur, og ef þið viljið styðja mig, vonajeg að það lánist".------------Svo talaði hún við þær huggunar og friðarorð, og þegar hún fór, sárbáðu margar hana um að koma bráðlega aptur. Hún kom tvisvar til þeirra aptur um veturinn, en þá komu ýmsar heimilissorgir, sem hömluðu henni farar. — Hún gat ekki heimsótt fangana að stað- aldri fyr en 1816. — Hún sat þá opt.tímum saman í fangeisinu, talaði við fangana, las fyrir þá og bað með þeim. Margir vissu lítið eða ekkert um Krist, og aðrir hugðu að nú væri orðið um seinan að snúa sjer til hans. Sjerstaklega tók Elisabet sárt að sjá börnin og unglingana, sem ólust upp í þessum lasta og eymdabælum. Einhverju sinni stakk hún upp á því við mæðurnar, að þær skyidu stofna skóla í fangelsinu, og var því vel tekið. Stúlka, sem hafði stolið úri, varð forstöðukona hans. „Nemendurnir" voru fremur óspakir fyrst í stað, en hve nær sem Elisabet kom, sló öllu í dúna logn. Þessir vesaling- ar voru vanir höggum og illyrðum og þrjózkuðust við það, en vingjarnleg áminning Elisabetar og augna- ráð hennar var áhrifameira. Einu sinni sagði hún við stúlkuna, sem talin var spilltust af öllum kven- föngunum; „Jeg vona að fá betri frjettir af þjer seinna". Og jafnskjótt fór stúlkan að gráta. Elisabet hugsaði ekki að eins um að starfa sjálf, heldur reyndi og að koma öðrum af stað, Hún

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.