Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 90

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 90
90 um. Hópur vina kom á brautarstöðina, og eg lagði til, að þeir syngju uppáhaldssálm minn: „Hjarta mitt skal halda áfram að syngja"; en þeir töldust undan að syngja hann einmitt nú. Eg var hinn eini í hópnum, er virtist geta sungið. Eg gat ekki sungið með rödd minni, en langt niðrí í hjarta mínu söng eg, af því eg var á heimleið og átti fyrir hendi að finna ástvini mína. Þá er vér höfðum verið á sjónum 3 daga, man eg eftir því, að eg lá á bekkn- um, eins og eg venjulega gjöri á sjónum, óskandi sjálfum mér til heiila af því hvað alt gengi vel, og þakkandi guði. Eg leit svo á, sem eg væri mjög lánsamur maður, þar eð eg á öllum mínum löngu ferðum, bæði á landi og sjó, aldrei hafði orðið fyrir neinu alvarlegu óhappi. Meðan eg var nú sokkinn niður í þessar þakklætishugsanir, varð eg skyndilega var við óttalegan hristing, alveg eins og skipið hefði lent á klöpp. Fyrst í stað varð eg ekki hræddur — ef til vill af því eg var of lasinn til að hugsa um það. Sonur minn sprat.t upp úr rúminu og stökk upp á þilfar. Hann kom þegar i stað aftur og sagði þá, að eitthvað hefði gengið í sundur og að skipið væri að sökkva. Eg hélt fyrst i stað, að svo illa hefði eigi tekist til, en klæddist þó og gekk upp á þilfar. Fregnin var alt of sönn. Skipstjóri sagði hinum skelkuðu farþegum, að engin hætta væri á ferð, og miðþilfars farþegar huríu aftur, en þá mættu þeir vatninu, sem inn streymdi, og urðu að fara upp á þilfar aftur, yfirmenn og hásetar gerðu alt

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.