Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 92

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 92
92 þess a8 mæla orð. Flugeldar þeyttust upp, en ekk- ert svar kom. Oss rak út af stefnunni, er hin stóru gufuskip halda. Hver stundin jók á hættuna. Sunnu- dagsmorgun rann upp, en engin hjálp né von. Alt til þessa var ekki ymprað á því að halda guðsþjón- ustu. Ef það hefði verið gert, mundi það vafalaust hafa valdið felmtri. Þegar svona stóð á, mundi orð í trúaráttina hafa vakið uppþot meðal farþeg- anna. Það var nauðsynlegt að dreifa hugsunum þeirra, til þess að þeir ekki ofreyndust af þessum heljarþunga. En önnur nótt kom, og eg bað hers- höfðingja 0. 0. Howard, sem var með oss, að biðja um leyfi skipstjórans til að haida samkomu á skip- inu. „Alveg rétt“ sagði skipstjórinn, „eg er og á sama máli“. Vér létum boö berast um skipið, og brá oss við, er allir komu, og eg heid að ailir hafi beðist fyrir, guðsneitendur líka. Öðrum handleggn- um hélt eg um stólpa, til þess að stöðva mig á skipinu. sem riðaði til og frá, og reyndi aðlesa91. sálm Davíðs. Vér báðum guð að srilla storminn og koma oss til hafnar. Þessi sálmur varð nýr fyrir mér í frá þeirri stundu. 11. versið fékk mikið á mig. t'að var eins og væri það rödd fullvissandi um guðlega vernd, og það sýndist vera svo í raun og veru, eins og eg las. „tví hann mun bjóða þér engla sína, að varðveita þig á öllum vegum þínum“. Alveg áreiðanlega gjörði hann það. Kona ein hugði, að þessi orð hlytu að vera stiluð upp á þetta tækifæri, og á eftir bað hún um að fá bókina sjálfa,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.