Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 33
IÐUNN Hermann ]ónasson. 27 hafði samviskubit af, en fjekk þó eigi við ráðið. Þá er hann í markaðsleit dvaldi í Kaupmannahöfn veturinn 1903—04, heyrðist hann kendur tala við sjálfan sig, að ósköp væri á sjer að drekka svona, og biðja þess guð, að einhver árangur yrði af för sinni ')• Þá er hann var í Laugarnesi, skildi kunningi hans góður á honum, að hann fyrirvarð sig fyrir ráðlag sitt. En næmleik fylgir viðkvæmni. Eða öllu heldur: við- kvæmni er næmleikur fyrir þjáningum og sárum á sál og sinni. Atti ekki þessi viðkvæmni þátt í drykkjuskap hans? Hermann sjálfur telur »misræmi í svefni« »lífs- ógæfu« sína (smbr. »Dulrúnir«). En fær slíkt ekki sam- þýðst því, að viðkvæmni eða sálarlegur næmleikur verið hafi ein undirrót böls hans? Þá er hann var ungur, hjeldu sumir, að draumspeki hans stafaði af rothöggi. Gat ekki næmni hans, að nokkru, sprottið af mis- svefni?1 2). Hermann nefnir einnig (í »Dulrúnum«), að atvik ráði miklu í mannlegu lífi. Reið, ef til vill, yfir hann eitthvert atvikið, er ljek hann svo, að sál hans varð sem sjúklingur, er þolir eigi við, nema læknir gefi hon- um deyfilyf? Er slíkt veila í skapgerð? Er það veila í akasíutrje eða pálmvið, að þau hrörna í brunafeiknum og kuldum Odáðahrauns? Er það veila viðkvæmra ágætis- manna, að þeir að nokkru eða öllu fara forgörðum og skemmast í margri trölladyngju mannfjelagsins? V. Einu skyldi athygli veitt um Hermann jónasson: Mikil- vægar stöður þjóðfjelags vors eru ár eftir ár skipa látnir 1) Björn lögmaður Líndal heyrði þetta, af tilviljun, til hans. 2) A náið samband milli drauma hans og drykkju benda þessi orð Þórarins: „mitt í hans svakalegasta „fylliríi“ komu oft fram þessi dulrænu fyrirbrigði, er hann lagði sig eftir um tíma“.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.