Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 73
ÍÐUNN Strútur. 67 Þegar eg kom að Litlalóni sýndist veður ótrúlegt, fannburður mikill efra í lofti, vindur rykkjóttur og eigi ólíklegt, að á gæti runnið útnorðan bylur. Frá Litlalóni fór eg rúmri stundu betur miðjum aftni, og var eg af bóndanum þar lattur fararinnar. En eg lét ekki letjast í það sinn; hugði mig ná að Malarrifi, stytstu leið yfir hraunin, eigi síðar en svo, að tvær stundir lifðu þó til miðnættis, er þangað kæmi. Eg var varla kominn að Hólahólum þegar á skall iðulaus blindhríð af útnorðri með feikilegum vindhraða. í fyrstu kom mér í hug, að reyna að hverfa aftur að Litlalóni. En eg sá þegar, að það var viti fjarst, því þá var að sumu leyti í vind að sækja og alls óvíst að eg hitti bæinn. Ekki þótti mér fýsilegt, að láta fyrirberast í rústunum í Hólahólum um nóttina, í því skyni að þar mætti yfir mig fenna. Annars ráðs varð því að leita. Eg tók þann kostinn að halda undan hríðinni, ofan á Barða, í því trausti að eg mætti koklast eftir honum og komast einhvern tíma næturinnar að Lóni, ef auðn- an leyfði. Ofan á Barðann eða bjargbrúnirnar komst eg, þótt hrumult gengi það nokkuð. En þar virtist í fullri alvöru auðsýnt óefnið. Undir fótum mér var eggjagrjót og holurð niður í fönninni og við annaðhvort fótmál skruppu mér fætur, svo eg var engu síður á knjám og höndum en fótum. Hríðin var moldþykk og þung og vindharkan og frostið virtust allra síst eiga í fari sínu hlífð eða vægð. Fyrir fótum mér ólgaði úthafsbylgjan og ball niðri við bjargið, lotulöng og fallþung, svo við umdu berg- skútarnir og hamragjögrin. En útsogið sviðraði napur- lega, er það hné aftur í skaut hafsins, og virtist nöldrið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.