Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 74
68 Einar Þorkelsson: IÐUNN þess fremur vera úr dauðra ríki en lifenda. Og svo mátti eg varla deila brúnina frá öðru. Oefnið sýndist tvímælalaust. Um það gat verið borin von, að eg fengi komist leiðar minnar og til manna- bygða. Ekki var víst, að eg gæti sneitt hjá slysabyltum og limlestingum. Þá var ekki heldur fyrir það synjandi, að eg lenti fram af bjargbrúninni. Eg vildi feginn vera mér einhlítur, og sú var hiklaus ætlan mín. En því fæ eg ekki neitað, að óðum var að færast að því markinu, að eg yrði ráðviltur. En — þá kom mér óvænt hjálp. Eg varð þess var, að hundur var við fætur mér. Þótt virst geti ótrúlegt, þá var það nú samt svo, að hundur var til mín kominn hér í þessum eyðimerkur- klungrum, fjarri mannabygðum — hvernig sem á því stóð. Eg var þá ekki lengur einn — aleinn hér á þessum refilstigum tilverunnar. Til mín var komið það dýrið, sem talið er tryggast manninum og fórnfúsast. Hjá mér var þó hundur, bústinn og gervilegur hundur, er sýndi mér þegar í stað alla alúð og vinsemd. Eg gat ekki greint til hans fyrir fannburðinum og sortanum — og gat aldrei á samleið okkar að Lóni. Eg varð alls hugar feginn, að fá þessa óvæntu sam- fylgd — og ekki að ástæðulausu, fanst mér. Hundurinn fór að halda í áttina austur um Barðann, og eg reyndi að fylgja honum eftir. Hann gekk varla tveim álnum lengra frá mér. Þegar mér skruppu fætur og eg féll í fönnina og eggjagrjótið, þá hnusaði hann af mér og stóð grafkyr hjá mér þangað til eg var staðinn upp og farinn aftur á stjá. Á úrið gat eg aldrei séð og vissi ekki hvað tíma leið. En áfram var eg að reyna að brölta á eftir hundinum,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.