Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Blaðsíða 10
216
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
þetta síðasta svar með sjálfum sér — eins og hann
vaenti þess, að Brynjólfur mundi leiðrétta slíkan mis-
gáning.
Brynjólfur sagði þá loks ótilkvaddur:
— Þér skuluð ekki furða yður neitt á þessu. Þessi
litla þjóð á Islandi á sér eldri og auðugri bókmentir en
frændþjóðir hennar á Norðurlöndum, þó að hún sé
þeirra yngst og minst. Máske einmitt af því að hún er
minst. Þegar fræðimenn hennar hófu að rita, komu því
nær allar ættir á landinu við sögu þjóðarinnar, þess
vegna rituðu þeir flestir sögur sínar á íslenzku. A fám
öldum var sú tunga, sem fólkið talaði, orðin að klass-
isku ritmáli. Viðburðir sögunnar voru sameign ættanna.
Þessi sameign kendi fræðimönnum vorum að rita málið,
þjóðinni að lesa það, og kynslóðunum að varðveita það.
— Og hvað heitir höfuðborgin á Islandi? spurði Ni-
kephoros.
— Hún er ekki til, engir bæir, ekki einu sinni þorp.
Hinn gríski fræðimaður virtist nú fyrst komast í al-
ger vandræði. Skólar, prentsmiðjur, bókmentir, vísindi,
en enginn bær.
Skiftist þá ekki þjóðin í siðaða menn og vilta?
Það voru víst ekki mjög mörg heimili á landinu, þar
sem enginn kunni að lesa.
Hann átti ekki við heimilin, hann átti við þá, sem
höfðust við í fjöllum eða skógum, hellum eða gjótum?
Þar höfðust engir við.
Eftir meira en heillar stundar samræðu skildist Ni-
kephoros loks við Brynjólf, og mæltist til að hitta hann
daginn eftir.
Þeir hittust nærri daglega næstan hálfan mánuð.